Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 16:34:51 (7920)

2001-05-16 16:34:51# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[16:34]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er þeirrar skoðunar að í þessari stöðu hefðu menn átt að skoða möguleikann á að banna verkfall um tiltekinn tíma, setja mönnunarmálin í gerðardóm og jafnframt hefðu stjórnvöld lýst því yfir að stefnt yrði að því að skilja á milli veiða og vinnslu og koma á eðlilegu samkeppnisumhverfi í þessari atvinnugrein. Á grundvelli slíkra fyrirheita hefðu menn getað náð saman um samninga. (KPál: Við hefðum ekki náð neinum samningum með þessu.) Samningar eru myndaðir á þeim grundvelli sem til staðar er á hverjum tíma. Þegar búið er að skapa nýjan grundvöll, með því að taka deilumálin og leysa þau, tvö stærstu deilumálin sem þarna er um að ræða, óttast ég ekki að útgerðarmenn og sjómenn hefðu ekki getað náð samningum.