Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 16:28:11 (8002)

2001-05-17 16:28:11# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[16:28]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Já, ég ítreka það að við erum sammála um markmiðið og ég vitna enn til greinargerðar meiri hluta hv. samgn. þar sem meiri hlutinn einsetur sér að ná þessu markmiði.

En ég skil orð hv. þm. svo að það sé skýr afstaða Samfylkingarinnar --- hún hafi sem sagt ekki breyst á milli blaðsíðna, heldur sé um innsláttarvillu að ræða --- og mat 1. minni hluta að skynsamlegra hefði verið að breyta með því að selja grunnnetið ekki, eða selja það frá og svo hins vegar að það eigi ekki að selja það. Ég varð satt að segja nokkuð ringlaður við að lesa þetta, því mér fannst þetta nokkuð óskýr afstaða hjá Samfylkingunni þar sem það breytist á milli blaðsíðna, annars vegar að það eigi að selja og hins vegar eigi ekki að selja það. En nú hefur það sem sagt verið leiðrétt og ég þakka hv. þm. Kristjáni Möller fyrir það.