Málefni smábáta og starfsáætlun þingsins

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 10:07:56 (8080)

2001-05-18 10:07:56# 126. lþ. 128.91 fundur 563#B málefni smábáta og starfsáætlun þingsins# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[10:07]

Forseti (Halldór Blöndal):

Segja má að það sé að gefnu tilefni sem spurt er hvort hægt sé að standa við starfsáætlun Alþingis. Í gær var til umræðu frá því klukkan hálfellefu um morguninn til klukkan hálftvö í nótt eitt og sama málið, sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., stjfrv. Ef 3. umr. um þetta frv. tekur jafnlangan tíma og 2. umr., þá tekur það a.m.k. heilan dag. Úr því að hv. þm. sér ástæðu til að spyrja mig um það hvað líði gangi þingsins og hvenær búast megi við því að umræðum ljúki, þá vil ég af þessu tilefni lýsa því yfir að ég hef ekki í hyggju að leggja fyrir þingið tillögu um að takmarka ræðutíma alþingismanna.