Tilhögun þingfundar

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 14:02:35 (8111)

2001-05-18 14:02:35# 126. lþ. 128.95 fundur 567#B tilhögun þingfundar# (um fundarstjórn), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[14:02]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Það mun ekki vera nákvæmlega rétt hjá hv. þm. að boðuð hafi verið atkvæðagreiðsla á þessum tíma. Sagt var að atkvæðagreiðsla yrði eftir hádegið. Það er nú ansi teygjanlegt.

Forseti hyggst halda áfram umræðu um 3. dagskrármálið. Það eru ansi fá mál enn tilbúin til atkvæðagreiðslu. Síðan verður atkvæðagreiðsla einhvern tímann þegar líður á daginn. Það er ekki búið að tímasetja hana.