Sala kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 15:31:04 (8130)

2001-05-18 15:31:04# 126. lþ. 128.10 fundur 626. mál: #A sala kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða# frv. 53/2001, SvH
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[15:31]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Það eru liðin 37 ár og mánuði betur. Í apríl 1964 þegar sá sem hér stendur tók fyrst sæti á hinu háa Alþingi var hann sannfærður um að sala á kristfjárjörðum væri með öllu óheimil, alla vega ósiðleg, ef ekki beint lögbrot, þ.e. að selja eignir sem menn hafa gefið til sáluhjálpar sér og til styrktar þeim sem er bágt áttu.

Í stað þess að vinna þessi verk og brjóta þannig af sér ætti hæstv. ríkisstjórn að mínum dómi að athuga það að taka til stóra gjöf hjá sér og gefa til sáluhjálpar sér, þótt það komi kannski fyrir lítið.