Raforkuver

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 23:23:52 (8218)

2001-05-18 23:23:52# 126. lþ. 128.49 fundur 722. mál: #A raforkuver# (stækkun Nesjavallavirkjunar) frv. 80/2001, Frsm. GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[23:23]

Frsm. iðnn. (Guðjón Guðmundsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti iðnn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 60/1981, um raforkuver, með síðari breytingum.

Frv. er ætlað að afla lagaheimildar fyrir stækkun Nesjavallavirkjunar í 90 megavött en Orkuveita Reykjavíkur hefur í dag leyfi frá árinu 1997 til að reka 60 megavatta virkjun á Nesjavöllum. Mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram og úrskurður skipulagsstjóra þar sem fallist er á framkvæmdina liggur fyrir, auk þess sem Orkustofnun hefur fjallað um málið.

Fyrir liggur að Orkuveita Reykjavíkur hefur gert samning við Landsvirkjun um rekstur hinnar stækkuðu virkjunar sem hluta af raforkukerfi landsins. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt.

Svanfríður Jónasdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Árni Steinar Jóhannsson skrifar undir álitið með fyrirvara. Aðrir nefndarmenn undirrita nefndarálitið: hv. þm. Hjálmar Árnason, Árni R. Árnason, Drífa Hjartardóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson, Pétur H. Blöndal og Bryndís Hlöðversdóttir.