Aukaþing Alþingis um byggðamál sumarið 2001

Miðvikudaginn 04. október 2000, kl. 15:42:36 (66)

2000-10-04 15:42:36# 126. lþ. 3.1 fundur 3. mál: #A aukaþing Alþingis um byggðamál sumarið 2001# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 126. lþ.

[15:42]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta var frekar ódýrt svar við spurningu minni. Ég tel t.d. að aðild að Evrópusambandinu sé ekki byggðamál eingöngu. Og sú spurning vaknar upp hvort það sé þá ekki ráð að sleppa vetrarþinginu og halda bara sumarþing í mörgum pörtum.