Dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 16:45:36 (235)

2000-10-09 16:45:36# 126. lþ. 5.9 fundur 8. mál: #A dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum# (breyting ýmissa laga) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[16:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er afskaplega erfitt að setja reglur um mannlega hegðun og sérstaklega reglur um mannlega greind þegar fólk beitir hyggjuviti sínu til að ná sínum markmiðum fram. Það sem ég held að skipti fyrst og fremst máli er að hafa virk samkeppnislög þannig að menn geti ekki hegðað sér svona. Auðvitað eru menn ekki að kaupa hlutabréf í hlutafélögum til þess að ráða og stjórna. Þeir eru fyrst og fremst að kaupa hlutabréf til þess að græða. Það hélt ég væri aðalmálið.

Ef menn fara að beita þeim í einhverjum annarlegum tilgangi þá eru þeir að brjóta þetta lögmál um gróða. Og ef það er krafa um arðsemi og krafa um samkeppni þá á ekki að þurfa svona reglur.