Stefna Íslands í alþjóðasamskiptum

Þriðjudaginn 10. október 2000, kl. 14:22:11 (265)

2000-10-10 14:22:11# 126. lþ. 6.4 fundur 4. mál: #A stefna Íslands í alþjóðasamskiptum# þál., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 126. lþ.

[14:22]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Enda þótt grg. þessarar tillögu fjalli að mestu eða öllu leyti um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu er tillögugreinin miklu víðtækari. Þar segir, með leyfi forseta:

,,Vegna EES-samningsins og annarra framtíðarsamskipta við Evrópusambandið verði af Íslands hálfu leitast við að þróa þau í átt til tvíhliða samninga um viðskipti og samvinnu.``

Nú erum við Íslendingar ekki bara í þessu sambandi aðilar að EES heldur einnig EFTA. Spurning mín til hv. þm. er einfaldlega þessi: Ef hann og flokkur hans kemst til aðstöðu til að hafa áhrif í ríkisstjórn munu þeir gera þar þá kröfu að Ísland segi upp samningnum um EES og samningnum um EFTA og hefji þess í stað tvíhliða viðræður við önnur aðildarríki þessara tveggja samninga um viðskiptasamstarf? Mun Vinstri hreyfingin -- grænt framboð gera þessa kröfu eða ekki?