Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 17:56:50 (572)

2000-10-16 17:56:50# 126. lþ. 10.8 fundur 25. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (fiskiðnaður) frv., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[17:56]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt að bæði Alþfl. og Alþb. eiga mikinn þátt í þeirri löggjöf sem gildir í dag um stjórn fiskveiða og áttu þátt í mótun þeirrar löggjafar á Alþingi og greiddu með henni atkvæði. Ég ætla ekkert að fara að tala þar um einstakar lagagreinar. En það væri óskandi að talsmenn þessara flokka viðurkenndu það í ríkari mæli en raun ber vitni, því að oft og tíðum þegar maður hlustar á talsmenn þessara stjórnmálaflokka þá tala þeir eins og þeir hafi aldrei komið að málinu, bara aldrei. Auðvitað bera þeir þarna mikla ábyrgð.

Þess vegna fagna ég því alveg sérstaklega að hv. þm. Sighvatur Björgvinsson skuli á nokkurn hátt eigna sínum flokki þessi ákvæði. En hann skal þá muna að það eru önnur ákvæði sem eru þar með og hans fyrrum flokkur ber þar mikla ábyrgð. Og ég vænti þess að Samfylkingin hafi þá yfirtekið þessa ábyrgð. En mér heyrist nú í umræðunni oft og tíðum að þeir þingmenn hafi bara aldrei komið að þessu, sem er náttúrlega algjörlega út í hött.