Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 18:36:28 (588)

2000-10-16 18:36:28# 126. lþ. 10.8 fundur 25. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (fiskiðnaður) frv., Flm. SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[18:36]

Flm. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil ekki alveg af hverju hæstv. sjútvrh. telur sig þurfa að vera með frýjunarorð uppi gagnvart Samfylkingunni sérstaklega. Hefur hann engar áhyggjur af eigin flokki? Mér heyrist nú að ef einhvers staðar eru misstemmingar þá komi þær nákvæmlega þaðan og frá ríkisstjórnarflokkunum.

Eins og ég sagði áðan kannast ég ekki við að neinn af talsmönnum Samfylkingarinnar hafi talað í aðra átt en þá að falli fyllilega að áliti auðlindanefndar. Á meðan það er þannig finnst mér fullkomlega ástæðulaust af hæstv. sjútvrh. að koma upp og gera nánast til þess kröfu að Samfylkingin, ein flokka, standi á bak við það álit sem hér liggur fyrir. Ég hefði kannski haldið það stæði öðrum nær.