Landmælingar og kortagerð

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 14:05:49 (622)

2000-10-17 14:05:49# 126. lþ. 11.6 fundur 75. mál: #A landmælingar og kortagerð# (stjórn og verkefni Landmælinga Íslands) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[14:05]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Auðvitað er hægt að hafa báða möguleikana í þessu. Ég er hins vegar ekki að halda því fram að ekki megi hafa þann hátt á að forstjórar beri fyllilega ábyrgð á þessum stofnunum. Ég tel það hins vegar vera þeim styrk í þeirri ábyrgð ef þeir hafa samráðshóp eða stjórnarmenn með sér sem þeir geta rætt málin við. Ég tel reyndar að það eigi að velta því fyrir sér í hverju einstöku tilviki hve langt eigi að ganga í því að láta einn mann bera ábyrgð á stofnun og að það eigi ekki að vera svo fast í þessu byrokratíið að menn geti ekki tekið ákvörðun um að stjórn sé yfir stofnun einfaldlega af þeim ástæðum að þær tilheyri tilteknum hluta í þeirri skiptingu sem mönnum hefur þóknast að raða þeim í nánast gagnvart fjárlögum.