Hrefnuveiðar

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 15:19:03 (752)

2000-10-18 15:19:03# 126. lþ. 13.8 fundur 65. mál: #A hrefnuveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., MS
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[15:19]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Ég þakka fyrir umræðuna og upplýsingar frá hæstv. ráðherra. Það má náttúrlega sjá af þessum upplýsingum sem öðrum sem þingið hefur fjallað um áður að það er bráðnauðsynlegt að hefja strax veiðar á hrefnu m.a. Við erum í bullandi samkeppni við þessa stofna um nýtingarstofnana. Það væri fróðlegt að heyra frá hæstv. ráðherra hvað líði framgangi ályktunarinnar sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Við vorum báðir meðflutningsmenn þeirrar tillögu ásamt fleiri hæstv. ráðherrum sem nú sitja í ríkisstjórn. Það væri fróðlegt að heyra frá hæstv. sjútvrh. hvað framgangi þess máls líður.