Löggæsla á Akranesi og í Borgarnesi

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:18:51 (903)

2000-10-30 15:18:51# 126. lþ. 15.1 fundur 62#B löggæsla á Akranesi og í Borgarnesi# (óundirbúin fsp.), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég er ekkert hissa á því þó að ráðherranum finnist þetta sem hann sagði áðan um Samfylkinguna, þ.e. að hún sé ekki ánægð. Hún er hér til að gagnrýna og hér er full ástæða til að gagnrýna. Hæstv. ráðherra hefur ekki komið fram neinum skipulagsbreytingum á þessu svæði. Enn eru sömu vandamálin uppi hvað það varðar að nýta lögreglumenn. Það eru sömu samstarfsörðugleikarnir milli sýslumannsembættanna í gangi. Örfáir lögreglumenn sem vinna frá Borgarnesi sinna óskaplega stóru svæði en það eru margir lögreglumenn sem sinna mjög litlu svæði sem vinna frá Akranesi. Hæstv. ráðherra er greinilega komin í hóp þeirra hæstv. dómsmrh. sem hafa verið á undan henni, að ætla að gefast upp á því að gera þessar breytingar vegna þess að höfðingjarnir í héraði og sýslumennirnir vilja ekki að þær verði gerðar.