Svör við fyrirspurnum

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:48:24 (926)

2000-10-30 15:48:24# 126. lþ. 15.91 fundur 68#B svör við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:48]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Reyndar var spurningunni kannski frekar beint til hæstv. forseta en þar sem málið varðar mig þá langar mig til að segja hér örfá orð.

Ég er sammála hv. þm. en vegna þess að formleg fsp. hefur borist hér á Alþingi þá vil ég ekki svara henni efnislega núna. Ég mun svara þessari fsp. eftir tvo daga. Ég var hins vegar með fjarvistarleyfi þann miðvikudag sem eðlilegt hefði verið að svara fsp. þessari og svo vita allir að kjördæmavikan var í síðustu viku. Svona atburðir geta átt sér stað.

Ég hef hins vegar ekki tjáð mig um málið í fjölmiðlum, ef hv. þm. er að ýja að því. Það hef ég ekki gert. Þetta mál hefur þó nokkuð lengi verið til meðferðar í ráðuneytinu og um það hefur ekki farið fram opinber umræða svo heitið geti. Ég tel að málið sé í ágætum farvegi og vonast til að það leysist farsællega.