Tímareikningur á Íslandi

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 19:18:38 (1041)

2000-10-31 19:18:38# 126. lþ. 16.10 fundur 124. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[19:18]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Það er sennilega farin að sækja einhver þreyta að manni þegar fer að líða á kvöldið, en ég sé ekki annað en að fólk þurfi að fara jafnmikið fyrr á fætur, tveimur eða þremur tímum fyrir flug, hvernig sem klukkan er stillt, hvort heldur flugvélin fer klukkan sjö eða fer klukkan átta. Það tekur jafnlangan tíma að komast út á Keflavíkurflugvöll hvernig sem klukkan er stillt.

Varðandi það hvort þetta sé ekki óþægilegt upp á flugið. Þá getur vel verið að einhverjum finnist það. Mér finnst það raunar ekki. Auðvitað má tína til eitthvað svona sem einum finnst þægilegra en öðrum ekki. Ég held að óhagræði af því að hringla með klukkuna vegi miklu þyngra en þetta.