Tímareikningur á Íslandi

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 19:20:25 (1043)

2000-10-31 19:20:25# 126. lþ. 16.10 fundur 124. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[19:20]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vann við fyrirtæki sem hafði mikil samskipti við útlönd áður en ég settist á þing. Ég varð ekki var við þetta óhagræði. Ég hef verið að spyrja menn sem eru í þessum fiskbransa í mínu kjördæmi hvort þeir leggi mikið upp úr þessari breytingu á tímanum. Þeir hafa ekkert gert með það. Ég held því að viðskiptin og atvinnulífið gangi alveg eðlilega fyrir sig þó að við höldum okkur við okkar tíma. (Gripið fram í.)