PBj fyrir GAK

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 13:31:41 (1046)

2000-11-01 13:31:41# 126. lþ. 17.95 fundur 83#B PBj fyrir GAK#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 126. lþ.

[13:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Reykjavík, 1. nóvember 2000.

Þar sem Guðjón Arnar Kristjánsson, 4. þm. Vestf., óskar leyfis vegna veikinda og getur ekki sótt þingfundi á næstunni, leyfir hann sér, með vísan til 53. gr. þingskapa, að óska þess að varamaður hans taki sæti hans á meðan eða frá og með deginum í dag. Því er þess óskað að 1. varaþm. flokksins í Vestf., Pétur Bjarnason, taki sætið.

Þetta tilkynnist yður, herra forseti.

Sverrir Hermannsson,

varaformaður þingflokks Frjálslynda flokksins.``

Pétur Bjarnason hefur áður tekið sæti á Alþingi og býð ég hann velkominn til starfa á ný.