Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 17:07:11 (1545)

2000-11-09 17:07:11# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[17:07]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir flutti hér skelegga ræðu sem ég er reyndar í grundvallaratriðum algjörlega ósammála. En það er önnur saga.

Hv. þm. minntist hins vegar á það sem valkost fyrir sveitarstjórnir að leggja á stóreignaskatt og hátekjuskatt. Mig langar að vita hver mörkin eru til að teljast til stóreignamanna og hátekjumanna, þeirra sem mundu falla undir þennan skatt sem yrði þá væntanlega einhvern tímann tillaga hv. þm. Hvar eru mörkin?