Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:06:30 (1656)

2000-11-13 19:06:30# 126. lþ. 23.5 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:06]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef það ekki á takteinum hvert tekjutap ríkisins var af þeim atriðum sem þingmaðurinn nefndi, en það er augljóst mál að það var meira en sveitarfélaganna vegna þess að tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti voru á þessum árum hærri en tekjur sveitarfélaganna af útsvarinu. Það hefur að vísu jafnast og ég hygg að við álagningu í ár hafi þetta verið orðið nokkuð jafnt vegna þess að smám saman hefur þarna orðið tilflutningur eins og við þekkjum.