Arkitektanám á Íslandi

Mánudaginn 27. nóvember 2000, kl. 15:41:25 (2208)

2000-11-27 15:41:25# 126. lþ. 32.1 fundur 142#B arkitektanám á Íslandi# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 126. lþ.

[15:41]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ljóst er að ekki er spurning um hvort hafist verður handa við arkitektanám hér á landi heldur hvenær. Það er rétt hjá hv. þm. að þetta hefur verið til umræðu bæði hvað varðar Listaháskóla Íslands og einnig Háskóla Íslands. Þeir skólar hafa í sjálfu sér ekki komið sér saman um neina niðurstöðu í málinu sem væri mjög æskilegt, en ég tel að þær viðræður sem nú fara fram á vettvangi menntmrn. við Háskóla Íslands um málið muni leiða til niðurstöðu sem gerir Háskóla Íslands kleift að taka ákvarðanir sem eru í samræmi við þau áform sem hann hefur uppi í þessu.