Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:11:51 (2569)

2000-12-04 11:11:51# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:11]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Hér er gerð tillaga um það að auka framlag í stofnkostnað háskóla og vísindasstofnana um 200 millj. Tillagan gengur út á að 100 millj. fari í byggingu rannsóknahúss Háskólans á Akureyri og aðrar 100 millj. í byggingu Náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. Þessar byggingar eru báðar afar mikilvægar fyrir háskólastigið og þess vegna munu þingmenn Samfylkingarinnar segja já við tillögunni.