Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:14:24 (2571)

2000-12-04 11:14:24# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:14]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Það er afskaplega mikilvægt fyrir jákvæða byggðastefnu að menntunarmöguleikar allra landsmanna séu efldir með öllum tiltækum ráðum. Sú tillaga sem hér liggur fyrir um aukna fjármuni til fjarkennslu á háskólastigi hnígur í þá átt að gera fleirum mögulegt að njóta háskólamenntunar án þess að búsetu þeirra sé raskað. Þess vegna styður Samfylkingin þessa tillögu.