Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:15:50 (2572)

2000-12-04 11:15:50# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:15]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Veruleg þörf er á því að auka fjármagn til rannsókna á vegum háskóla á Íslandi. Fjárveitingar í því skyni hafa ekki verið í samræmi við fjárveitingar til kennslu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir háskóla á Íslandi til að ná því marki að rannsóknastarfsemi fái jafnmikinn skerf og kennslan.

Fjárþörfin til að skapa viðunandi skilyrði fyrir núverandi rannsóknastarfsemi í Háskóla Íslands er í rauninni 750 millj. kr. Við leggjum til að framlag ríkisins þ.e. fyrir árið 2001 hækki um 150 millj. kr. Ég segi já.