Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:49:03 (2584)

2000-12-04 11:49:03# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:49]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Hér eru greidd atkvæði um þá tillögu þingmanna Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs að inn komi sérstakur liður fyrir vistun geðfatlaðra barna og ungmenna. Hér er því miður þó nokkuð stór hópur af alvarlega geðfötluðum börnum með geðröskun eða hegðunartruflanir. Það er óþarfi að lýsa því hve mikil áhrif sjúkdómar af þessu tagi hafa á börnin sjálf, foreldra þeirra, systkini og heimilisaðstæður allar. Langflest barnanna búa á heimilum sínum og eru í umsjá foreldra sinna allan sólarhringinn þrátt fyrir alvarleg veikindi þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins fyrir geðveik börn eru af mjög skornum skammti. Þetta er tillaga um að sérstaklega verði hugað að vistun geðfatlaðra barna.