Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:58:14 (2589)

2000-12-04 11:58:14# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:58]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér er lagt til að veita 25 millj. kr. til rekstrar hvíldarheimilis fyrir geðveik börn. Það er mjög mikil þörf fyrir hvíldarinnlagnir fyrir þennan hóp, bæði fyrir foreldra, systkini og sérstaklega þessi börn. Þetta eru alvarlega geðsjúk börn sem hér um ræðir og það eru engin úrræði til staðar fyrir þennan hóp. Þetta eru 25 millj. kr. til rekstrar.