Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:01:24 (2591)

2000-12-04 12:01:24# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:01]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Við leggjum til að afnema þá íþyngjandi og óréttlátu reglu sem tekjutenging tekjutryggingar lífeyrisþega við laun maka er. Þessi regla brýtur mannréttindi á lífeyrisþegum. Við erum að fara þarna á svig við alþjóðasamninga sem við höfum gerst aðilar að og einnig jafnvel stjórnarskrána með því að viðhalda þessari reglu. Við leggjum hér ríflega fjárhæð til þess að afnema þessa tekjutengingu sem á auðvitað ekki að eiga sér stað á þessum tímum.