Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:07:34 (2593)

2000-12-04 12:07:34# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:07]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að hér er verið að skerða framlag til vaxtabóta. Það er verið að draga úr stuðningi við húsnæðiskaupendur. Það er verið að gera þetta á sama tíma og vextir hér liggja í um 20% á víxilvöxtum. Við erum að tala um 15% raunávöxtun á fjármagni. Á sama tíma og þessu er þannig háttað, er verið að draga úr stuðningi við húsnæðiskaupendur. Það er verið að skerða vaxtabætur með því að láta viðmiðunarmörk vaxtabótanna ekki fylgja almennri launaþróun. Þetta er ekki hægt að styðja.