Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:39:10 (2611)

2000-12-04 12:39:10# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:39]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Samfylkingin hefur flutt og stutt ýmsar framfaratillögur við þessa fjárlagaafgreiðslu. Stjórnarmeirihlutinn hefur að venju fellt allar umbótatillögur stjórnarandstöðunnar. Þótt stórir útgjaldaliðir og tekjuhlið fjárlaganna bíði 3. umr. er ljóst hvert stefnir. Við óminn af yfirlýsingum ASÍ um að orð skuli standa og skattahækkun sé kjaraskerðing seilist ríkisstjórnin á ný í veikustu vasana eftir auknum skatttekjum auk þess sem hún sækir 2.000 nýja skattgreiðendur með óbreyttum skattleysismörkum meðan auðmönnum er hlíft. Þýðingarmiklum úrbótum er sleppt.

Herra forseti. Samfylkingin lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnarflokkunum með þessa afgreiðslu og stefnuna sem birtist í henni.