Útflutningsráð Íslands

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 14:40:32 (2699)

2000-12-05 14:40:32# 126. lþ. 40.8 fundur 324. mál: #A Útflutningsráð Íslands# (markaðsgjald) frv. 167/2000, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[14:40]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Þessi kenning er auðvitað hið besta mál, þ.e. að ekki eigi að leggja skatta á einstaklinga til að borga það sem viðkomandi skattborgarar vilja ekki bera kostnað af.

Nú vill svo til að ég er ekki óskaplega hrifinn af því að þurfa að bera kostnað af framúrkeyrslu í Þjóðmenningarhúsi. Enn síður er ég hrifinn af því að þurfa að borga tugi eða jafnvel hundruð milljóna til að innrétta nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir hv. þm. Pétur Blöndal, eins og nú er verið að gera. Og þá langar mig til þess að vita hvort hv. þm. sé ekki þeirrar skoðunar að ég geti bara neitað að borga þann skatt.