Uppgjör vegna innlausnar íbúða í félagslega íbúðakerfinu

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 15:53:41 (2864)

2000-12-06 15:53:41# 126. lþ. 42.7 fundur 302. mál: #A uppgjör vegna innlausnar íbúða í félagslega íbúðakerfinu# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., ÁRÁ
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 126. lþ.

[15:53]

Árni R. Árnason:

Herra forseti. Í þessari fyrirspurn er fyrst og fremst óskað eftir upplýsingum varðandi það fjármagn sem veitt hefur verið til þessara mála á síðustu fjárlögum, þ.e. síðasta og þessa árs. Ég velti hins vegar fyrir mér og óska þess að ráðherra greini frá því ef hann hefur upplýsingar um hvernig staðið verður að málum sem snerta þau sveitarfélög sem höfðu fyrir tilkomu þessara ákvæða innleyst íbúðir með því að yfirtaka lán sjóðsins langt umfram markaðsverð.