Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 11:33:30 (3124)

2000-12-11 11:33:30# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[11:33]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Við þekkjum pólitísk áform og pólitískar forsendur ríkisstjórnarflokkanna varðandi einkavæðingu, áfergju Sjálfstfl. og fylgispekt Framsfl. En við þekkjum ekki efnahagslegar forsendur þeirrar ákvörðunar að koma á síðustu stundu, við 3. umr. fjárlaga og bæta heilum 8 milljörðum við tekjuliðinn í tengslum við sölu á eignum almennings. Það er slæmt að selja almannaeignir á borð við Landssímann en ég vil vekja ahtygli Alþingis á því að efnahagslegar forsendur skortir. Það hefur ekki verið gerð nægileg grein fyrir þeim. Þær eru óljósar og þær eru óútskýrðar.