Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:39:13 (3154)

2000-12-11 12:39:13# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, JónK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:39]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Þau fjárlög sem hér eru til lokaafgreiðslu styrkja stöðu ríkissjóðs og auka möguleika í framtíðinni til að standa undir velferðarþjónustu í landinu. Afkoma ríkissjóðs er nú með því besta sem gerist í OECD-ríkjunum. Þetta eru mikil umskipti eftir samfelldan hallarekstur allt frá árunum 1993--1998 og þetta eru jákvæð skilaboð inn í efnahagslífið í landinu. Þess vegna greiði ég atkvæði með þessari lokaafgreiðslu.