Frestun vegaframkvæmda

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 13:53:28 (3166)

2000-12-12 13:53:28# 126. lþ. 46.1 fundur 189#B frestun vegaframkvæmda# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[13:53]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég sé ástæðu til að fylgja þessum spurningum eftir til hæstv. samgrh. Ég velti því fyrir mér út frá þessum vangaveltum sem hæstv. ráðherra kemur með um undirbúning framkvæmda í Reykjavík, þá hef ég þær upplýsingar frá borgarkerfinu að það sé ekkert þar sem standi í vegi fyrir því að af þessum framkvæmdum geti orðið. Ég velti fyrir mér, hvernig stendur með framkvæmdir t.d. á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð. Eru einhverjar tafir þar? Ég gæti auðvitað haldið svona áfram og velt fyrir mér brúnni yfir Þjórsá. En ég held að nauðsynlegt sé að upplýsingar komi fram sem fyrst um það sem menn voru með getgátur um eða voru að gefa upplýsingar um í ágústmánuði sl.