Vegurinn yfir Möðrudalsöræfi

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 13:58:06 (3170)

2000-12-12 13:58:06# 126. lþ. 46.1 fundur 190#B vegurinn yfir Möðrudalsöræfi# (óundirbúin fsp.), JHall
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[13:58]

Jónas Hallgrímsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. svörin þó mér fyndust þau ekki nógu afdráttarlaus að því er viðkemur meginefni fyrirspurnarinnar eða ekki nógu jákvæð um að viðhalda sumarumferðinni. Ég ítreka þá skoðun mína að afar mikilvægt er að þessari leið sé haldið opinni þannig að almenn umferð geti verið um hana óskert að sumarlagi. Það er afar mikilvægt og í þágu ferðaþjónustunnar.

Mér er kunnugt um skoðun fyrrv. samgrh. í þessu efni. Hún var í þá veru að leiðinni skyldi haldið opinni og ég vona svo sannarlega og veit að þegar þessi mál verða skoðuð betur mun hæstv. samgrh. og Vegagerðin ekki láta sitt eftir liggja.