Fjárhagsvandi Vesturbyggðar

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 14:03:43 (3174)

2000-12-12 14:03:43# 126. lþ. 46.1 fundur 191#B fjárhagsvandi Vesturbyggðar# (óundirbúin fsp.), GAK
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[14:03]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Ég hlýt að standa í þeirri meiningu að sá texti sem var settur inn í fjárlagafrv. að tillögu meiri hlutans sé samþykktur af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann hefur verið samþykktur í hv. Alþingi og textinn er mjög skýr eins og ég las upp áðan: ,,Að gera bráðabirgðasamkomulag við Vesturbyggð um fjárhagslega fyrirgreiðslu í tengslum við fyrirhuguð kaup ríkisins á eignarhluta sveitarfélagsins í Orkubúi Vestfjarða.``

Ég held ég verði að endurtaka spurninguna: Hvernig verður bráðabirgðasamkomulagi komið við þegar ekki liggur ljóst fyrir hver ætlar að kaupa hvað og hver ætlar að selja hverjum?