Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 13:48:43 (3373)

2000-12-14 13:48:43# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[13:48]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. formaður landbn. lýsir því yfir að nýbyggingin sé með þeim sérkennilega hætti að dýrin njóti útsýnis yfir Eyjafjörð. Það hlýtur að vera ástæðan fyrir miklum kostnaði (Gripið fram í.) við þessa stöð.

Ég árétta að það er svolítið sérkennilegt að fara eigi út í þessar byggingarframkvæmdir sem þingheimi er kunnugt um. Hv. þm. Hjálmar Jónsson sagði að það væri gert dýranna vegna, að eigendurnir ættu ekki að koma nálægt dýrunum. Ég hef lesið um það og séð á undanförnum mánuðum að málið er þvert gegn vilja 90% gæludýraeigenda, þ.e. þeirra sem búa á suðvesturhorninu. Það er greinilegt að málatilbúnaðurinn er ekki í takt við tímann og því er full ástæða til að þingmenn geri athugasemdir við stöðu málsins.