Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 14:28:27 (3391)

2000-12-14 14:28:27# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[14:28]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hlaut að vera að slúðrið væri komið annars staðar frá en frá hv. þm. En það er líka gott að hafa þá reglu þegar maður fer með slúður að geta þess hvaðan það er komið.

Ég vil fagna því að hv. þm. hélt betri ræðu í hið síðara sinn og lýst yfir afdráttarlausum skoðunum sínum að hún geri kröfur til öryggis. Ég vildi að Hafnarfjarðargoðinn héldi ræðu á nýjan leik og það betri en síðast.