Verðbréfaviðskipti

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 11:38:36 (3481)

2000-12-16 11:38:36# 126. lþ. 51.11 fundur 233. mál: #A verðbréfaviðskipti# (útboð og innherjaviðskipti) frv. 163/2000, Frsm. minni hluta JóhS
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 126. lþ.

[11:38]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti minni hlutans um frv. til laga um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, en minni hlutann skipa ásamt mér hv. þm. Margrét Frímannsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Við 1. umr. þessa máls fór ég nokkuð yfir málefni verðbréfamarkaðarins almennt, þá löggjöf sem um hann gilti og þær breytingar sem hæstv. viðskrh. hefur lagt til í því frv. Ég vil rifja upp í því sambandi, herra forseti, að málið var skilið eftir á síðasta þingi með þeim hætti að ekki var gengið frá mikilvægum þáttum sem lutu að meðferð trúnaðarupplýsinga og ákvæðum til að koma í veg fyrir innherjasvik sem á undanförnum missirum hefur nokkuð borið á í viðskiptalífinu og þá var ekki heldur tekið á því, sem við gagnrýndum einnig, að takmarka á einhvern hátt viðskipti verðbréfafyrirtækja með eigin reikning sem við teljum að geti leitt til hagsmunaárekstra þegar þeir eru að sýsla með eignasöfn viðskiptavina sinna á sama tíma.

Eins eru ákvæðin sem frv. felur í sér ekki nægjanlega trygg til þess að koma í veg fyrir að dreift sé óskráðum bréfum til almennings, sem er auðvitað mjög mikilvægt.

Þetta voru þau atriði sem voru skilin eftir á síðasta þingi og efh.- og viðskn. vísaði því aftur til hæstv. viðskrh. til þess að vinna betur og leggja fyrir þingið, en auðvitað hefði verið hægt að hafa þann hátt á að nefndin sjálf hefði gengið frá brtt. við frv. að því er þessa þætti varða og er allt of mikið um það að löggjafarvaldið sé að senda frá sér löggjöf sem er vanbúin í því efni að of mikið vald er sett yfir til ráðherranna að því er varðar reglugerðarheimildir og ýmsa útfærslu á lögum sem ég tel að eigi að vera meira í höndum löggjafarvaldsins að ganga frá. Þetta er einmitt mjög sérstakt dæmi um það þegar efh.- og viðskn. komst að raun um að lagastoð vantaði undir ýmsa þætti sem ráðherrann átti að fá reglugerðarheimild til. Í stað þess að efh.- og viðskn. tæki sjálf á málinu sendi hún það aftur til hæstv. viðskrh. til að vinna vinnu sína betur og hefur ráðherrann nú skilað þeirri vinnu til þingsins sem hér er komin til 2. umr.

Herra forseti. Þrátt fyrir ágæta viðleitni hæstv. ráðherra í þessu efni, og vissulega eru mörg ákvæði í frv. til bóta, eru lausatök á ýmsum málum sem þurfa að vera styrkari stoðir undir og snerta verðbréfamarkaðinn, ekki síst að því er varðar þá þætti sem ég nefndi. Það er of losaralega frá þeim atriðum gengið sem snerta meðferð trúnaðarupplýsinga og ákvæði sem eiga að koma í veg fyrir innherjasvik og er tekið afar sérkennilega á því í frv.

Ég hef vakið athygli á því og við gerum það í minnihlutaáliti okkar hvernig vinnubrögðin voru í þessu máli og það skýrir hvernig losaratök eru á ákvæðum sem lúta að innherjamálunum og meðferð trúnaðarupplýsinga. Ráðherrann kaus að skipa tvær nefndir í málið. Það er annars vegar nefnd um innherjaviðskipti og hins vegar nefnd til að skoða útboðsmálin. Og hverjir skyldu hafa átt sæti í þeim nefndum sem voru að fjalla um innherjaviðskipti? Eins og ég nefndi áðan hafa innherjaviðskipti verið til umræðu í viðskiptaheiminum og brotalöm er í því efni vegna þess að komið hafa fram of oft tilvik sem fella má undir innherjasvik. Frá málinu var þannig gengið í vinnubrögðum af hálfu hæstv. viðskrh. að í báðum nefndunum áttu sæti fulltrúar hagsmunaaðila, eins og Kaupþings og Íslandsbanka-FBA, og er ástæða til að gagnrýna að skipaðir hafi verið til verka þeir sem verulegra hagsmuna hafa að gæta í málinu og þeir látnir ganga frá leikreglum sem þeir sjálfir eiga að vinna eftir á verðbréfamarkaðnum. Jafnframt má draga í efa réttmæti þess að eftirlitsaðilar, eins og Verðbréfaþing og Fjármálaeftirlitið, semji frumvarp í samráði við hagsmunaaðila og þurfi þar með að leggja blessun sína yfir málamiðlunarniðurstöðu. Þetta veikir stöðu opinberra eftirlitsaðila í því að sinna ráðgefandi hlutverki sínu gagnvart löggjafanum. Eðlilegra hefði verið að þeir væru umsagnaraðilar um málið en ekki beinir samningsaðilar við hagsmunaaðila um niðurstöðuna sem varð um ákvæði frv.

Ég sé merki þess glögglega, herra forseti, á vinnu nefndarinnar um málið, m.a. í skriflegum upplýsingum, ég óskaði eftir svörum við ýmsum spurningum frá Fjármálaeftirlitinu og ég sé merki þess í svörum Fjármálaeftirlitsins að þeir hafa haft þessa aðkomu að málinu á fyrri stigum, þ.e. að semja sig með hagsmunaaðilum að einhverri málamiðlunarniðurstöðu eins og ákvæði frv. bera með sér. Það er það sem ég gagnrýni að þeir sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmd laganna og eftirlit með eftirlitsskyldum aðilum sem voru í nefndinni að semja sjálfir sínar eigin leikreglur skuli með svo beinum hætti koma að samningu frv. og þeirri málamiðlunarniðurstöðu sem varð um ýmis ákvæði frv.

[11:45]

Herra forseti. Ég held að allir hljóti að vera sammála um að það er afar mikilvægt að vel sé gengið frá öllum efnisreglum sem lúta að útboði og trúnaðarupplýsingum og að girt sé fyrir alla möguleika á innherjasvikum og að mjög afdráttarlaust verði tekið á þeim málum í slíkri löggjöf vegna þess að við höfum fyrir okkur reynsluna í því efni því að ákvæði sem voru auðvitað afar veikburða í fyrri löggjöf hafa verið misnotuð og svokallaðir innherjar hafa misnotað aðstöðu sína. Það hafa komið upp allt of mörg dæmi um innhverjasvik.

Ég skal ekkert úr því draga að ýmis ákvæði í frv. eru til þess fallin að styrkja eðlilegar leikreglur á fjármálamarkaðnum. En það er ekki nægilega frá ýmsum þáttum gengið og framkvæmdin er í of miklum mæli látin í hendur verðbréfafyrirtækjanna með matskenndum ákvæðum um mikilvæga þætti verðbréfamarkaðarins. Það er sett í hendur verðbréfafyrirtækjanna sjálfra að leggja mat á hina og þessa mikilvæga þætti sem m.a. lúta að því hvernig farið er með óskráð verðbréf, þ.e. hvort almenningur sem vill kaupa slík bréf fái nauðsynlega ráðgjöf í því efni og hvort verðbréfafyrirtækin selji þá slíkum aðilum verðbréf eða meini þeim kaup á slíkum bréfum.

Ein grein var mjög mikið rædd í efh.- og viðskn., þ.e. 6. gr. c. Hún orðast svo, með leyfi forseta:

,,Sala eða milliganga fyrirtækis í verðbréfaþjónustu á verðbréfum til annarra en fagfjárfesta, sem ekki fellur undir reglur um almennt útboð, er háð því að lagt hafi verið mat á faglega þekkingu, fjárhag og reynslu viðskiptavinar. Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu er heimilt að synja um milligöngu með verðbréf sem ekki falla undir almennt útboð ef það telur viðskiptavini ekki búa yfir nægjanlegri þekkingu, reynslu eða fjárhagslegum styrk.``

Þannig er frá frv. gengið og þrátt fyrir ýmsar athugasemdir sem komu fram um það frv. í nefndinni sá meiri hlutinn enga ástæðu til þess að gera breytingu á þessu ákvæði sem er mjög matskennt, herra forseti, og getur valdið ákveðinni réttarfarslegri óvissu. Segjum svo að einhver einstaklingur kaupi af verðbréfafyrirtæki óskráð verðbréf sem er veruleg áhættufjárfesting. Hann tapar verulegum fjármunum á því og telur sig þá ekki hafa fengið nægilega góða ráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu og fer í mál við verðbréfafyrirtækið. Þá getur skapast ákveðin réttarfarsóvissa og réttarstaða viðskiptavinarins getur verið mjög ótrygg ef ekki er betur frá þessum málum gengið. Fyrirtækið á sem sagt í verðbréfaþjónustu að leggja mat á faglega þekkingu, fjárhag og reynslu viðskiptavina og meta á þeim grundvelli hvort viðskiptavinir, aðrir en fagfjárfestar, búi yfir nægjanlegri þekkingu og reynslu eða fjárhagslegum styrk til þess að eiga viðskipti með verðbréf sem ekki falla undir reglur um almennt útboð. Fjármálafyrirtæki eiga að leggja mat á hvað telst nægjanleg reynsla. Er það að hafa átt viðskipti í mörg ár með verðbréf? Er það ef ég kem í fyrsta skipti og vil kaupa verðbréf, hef ég þá ekki nægjanlega reynslu af viðskiptum með verðbréf eða hvernig í ósköpunum eiga þeir að leggja mat á þessa reynslu? Þetta er allt huglægt og matskennt eins og það er sett fram.

Þeir eiga líka að meta hvað telst nægjanlegur fjárhagslegur styrkur. Hvað skyldi vera nægjanlegur fjárhagslegur styrkur? Eru það þingmannalaun eða hvaða fjárhagslegan styrk er verið að tala um hér? Að ég eigi einhverjar eignir og er þá einhver verðmiði settur á þær? Hvað er nægjanlegur fjárhagslegur styrkur til þess að verðbréfafyrirtæki megi selja mér óskráð verðbréf sem er veruleg áhættufjárfesting í? Þetta er allt saman matskennt, herra forseti, og huglægt og þetta ákvæði verður erfitt í framkvæmd, herra forseti. Ég spái því ef á þetta reynir fyrir dómstólum. Ef ég tel að verðbréfafyrirtækið hafi verið að reyna að selja mér verðbréf og ég hafi ekki fengið eðlilega ráðgjöf um hvaða áhætta fælist í þessu og ég fer með málið fyrir dómstóla og vil fá skaðabætur úr hendi þessa verðbréfafyrirtækis, þá verður erfitt að meta það. Síðan þurfa verðbréfafyrirtækin að leggja mat á hvort ég hafi nægjanlega faglega þekkingu til þess væntanlega að kaupa og sýsla með slík bréf.

Herra forseti. Ég segi að út frá réttarfarssjónarmiði er ótækt að hafa ákvæðið svona matskennt, enda getur verðbréfafyrirtæki, eins og ég sagði áðan, þurft að sæta ábyrgð ef viðskiptavinur telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna verðbréfakaupa samkvæmt þessu ákvæði frv. Ákvæðið er allt of óljóst og háð mati og virðist bjóða upp á að verðbréfafyrirtækin sjálf meti hvort þau hafi óskráð bréf til sölu án útboðs til almennings. Og þar er hættan. Verðbréfafyrirtækin eru sjálf látin meta hvort þau hafi til sölu verðbréf án útboðs til almennings, herra forseti, og það sem a.m.k. í orði kveðnu er verið að reyna að tryggja með þessu frv. er að óskráð verðbréf fari ekki í sölu til almennings án útboðs. Hér er um að ræða bréf sem geta verið verulega ótraust og veruleg áhættufjárfesting í án þess að kaupandi bréfanna geri sér næga grein fyrir áhættunni.

Ég kallaði eftir því við 1. umr. þessa máls hjá hæstv. viðskrh. hvort hún teldi ekki ástæðu til að skoða hvert væri umfang þessara óskráðu bréfa eða gráa markaðarins svokallaða. Hæstv. ráðherra sagði að það væri mjög erfitt að kanna slíkt og erfitt að nálgast upplýsingar til að leggja mat hvert umfang óskráðra verðbréfa væri. En það vafðist ekkert fyrir ríkisskattstjóra þegar ég spurði hann um mat á umfangi óskráðra bréfa. Hann upplýsti mig um að umfang óskráðra bréfa væri mjög mikið. Það er lítið minna að magni en skráð verðbréf. Ríkisskattstjóri hefur áætlað að nafnverð hlutafjár í óskráðum félögum samkvæmt hlutafjármiðum sem hann studdist við sé 45 milljarðar. Þá erum við að tala um nafnverð, en 25 milljarðar kr. þar af eru í eigu einstaklinga. Mig minnir að skráðu verðbréfin séu á markaðsvirði 500 milljarðar, a.m.k. síðast þegar ég var að skoða það, og ef við reiknum gengið af þessum bréfum, sem maður hefur auðvitað ekki hugmynd um, einhvers staðar á bilinu milli fimm og tíu þá erum við kannski að fara eitthvað nálægt þessu að umfangi í markaðsvirði. Ég held að þessi óskráðu bréf á markaðnum fari vaxandi, herra forseti. Því verður, herra forseti, að búa sæmilega að því í löggjöf hvernig með þessi bréf er farið.

Ég held að ákvæði frv. geti stuðlað að því að efla hlut óskráðra bréfa á verðbréfamarkaðnum þegar verið er að setja nokkuð strangar reglur um skráða hlutann og þá vaknar sú spurning hvort eðlilegt sé að engar leikreglur gildi um svo stóran hluta af hlutafjármarkaðnum sem í miklum mæli er veruleg áhættufjárfesting. Ég tel að ákvæði frv. tryggi hvergi fullnægjandi upplýsingagjöf til almennings við sölu á óskráðum verðbréfum. Kjarni málsins eins og ég var að fara yfir áðan er matskennd ákvæði sem verðbréfafyrirtækin hafa til þess að fara eftir við að meta fjárhagslegan styrk og faglega þekkingu og reynslu viðskiptavina, hvort óhætt sé að selja þeim verðbréf.

Þessi óskráðu bréf er mörg að finna í hlutabréfasjóðum. Það sem ekki er til, sem við í minni hlutanum höfum kallað eftir, er að það er nauðsynlegt að skilgreina fjárfestingarstefnu hlutabréfasjóðanna í lögum. En þeir virðast geta fjárfest í hverju sem er. Löggjafinn hefur þegar sett ákveðnar reglur um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða og verðbréfasjóða, en það er ekki síður nauðsynlegt að setja reglur um fjárfestingarstefnu hlutabréfasjóða, ekki síst í ljósi ákvæða þessa frv. þar sem fyrirtækin eru sjálf látin meta hvort þau bjóða almenningi bréf án útboðs. Ég tel að það væri mikið öryggisatriði ef sett yrði löggjöf um fjárfestingarstefnu hlutabréfasjóðanna.

Þegar hér var verið að setja lög um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna tókst að vísu óhönduglega til af hálfu stjórnarmeirihlutans þar sem var verið að rýmka heimild til lífeyrissjóðanna verulega til þess að fjárfesta m.a. erlendis með þeim afleiðingum sem við höfum farið í gegnum úr þessum ræðustól. Lífeyrissjóðirnir geta farið með helminginn af fjárfestingum sínum erlendis og við erum ekki að tala um neina smáaura. Við erum sennilega að tala um hvorki meira né minna en 300 milljarða kr. sem lífeyrissjóðirnir mega fara með erlendis. Það eru vel fjárlög íslenska ríkisins. Og það hefur einmitt haft þau áhrif sem formaður Samfylkingarinnar hefur lýst hvað best, þ.e. að þrýsta verulega á gengið og ýta undir þann óstöðugleika sem nú er í efnahagslífinu. Engu að síður kalla ég eftir því, sérstaklega af því að gera má ráð fyrir því að mikið af þessum óskráðu bréfum sé í hlutabréfasjóðunum, að fjárfestingarstefna þessara hlutabréfasjóða sé skilgreind.

Af því að við erum að ræða um óskráðu bréfin vil ég í þessu sambandi segja að ég teldi það til verulegra bóta ef komið væri á skipulegum tilboðsmarkaði sem mundi auðvelda minni fyrirtækjum að skrá verðbréf sín og gera þann kost fýsilegri en nú er. Það er nokkrum skilyrðum bundið að skrá verðbréf í kauphöll. Á slíkum skipulegum tilboðsmarkaði væri hægt að gera heldur vægari kröfur eða skilyrði sem mundi þá auðvelda minni fyrirtækjum að skrá verðbréf sín og, eins og ég segi, gera þann kost fýsilegri en nú er. Reyndar er Fjármálaeftirlitið, herra forseti, á sömu skoðun og minni hlutinn um að skipulegur tilboðsmarkaður mundi draga úr viðskiptum með óskráð bréf til almennings, en minni hlutinn óskaði eftir skriflegum upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu um ýmis atriði sem lúta að ákvæðum þessa frv., t.d. um óskráð verðbréf. Þær spurningar sem við lögðum fyrir Fjármálaeftirlitið eru birtar sem fylgiskjal með þessu nefndaráliti og einnig svar Fjármálaeftirlitsins við þeim. Meiri hlutinn taldi enga sérstaka ástæðu til þess að taka á þessu máli eða leggja neina áherslu með einum eða öðrum hætti á þennan gráa markað með öllum þeim áhættufjárfestingum sem þar eru og við það situr nú þegar við erum komin með þetta mál til 2. umr.

Síðan hef ég gagnrýnt, herra forseti, og ég held að það sé með réttu, að ekkert sé á því tekið að takmarka viðskipti verðbréfafyrirtækjanna sjálfra, að þau versli með hlutabréf fyrir eigin reikning.

[12:00]

Hætta er fólgin í því að verðbréfafyrirtækin haldi uppi of háu gengi á bréfunum og hafi óeðlileg áhrif á gengi bréfanna. Full ástæða er til að ætla, herra forseti, að svokallaðir Kínamúrar dugi ekki til að aðskilja á eðlilegan hátt viðskipti innan fyrirtækjanna eða starfssviða og að nægjanlega vel sé gengið frá málum þegar verðbréfafyrirtækjunum er treyst fyrir ávöxtun á eignasöfnun viðskiptavinanna á sama tíma og þau stunda sjálf mikil viðskipti fyrir eigin reikning með verðbréf.

Þarna er veruleg hætta á hagsmunaárekstrum, herra forseti, og segja má að Fjármálaeftirlitið taki í sama streng í skriflegu svari við fyrirspurn minni hlutans en þar kemur fram að upplýsingar eða áætlanir um heildarumfang viðskipta fyrirtækja í verðbréfaþjónustu fyrir eigin reikning liggja ekki fyrir. Mér finnst afar sérstakt að ekki sé reynt að kortleggja það og leggja mat á hvaða áhrif þessi miklu viðskipti hafa á gengi hlutabréfa.

En síðan segir hjá Fjármálaeftirlitinu að á jafnsmáum eða grunnum markaði og um er að ræða hér á landi kunni að skapast hætta á að umfangsmikil viðskipti fyrirtækja í verðbréfaþjónustu og annarra sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta hafi áhrif á gengi bréfanna.

Þetta voru ekki mín orð, herra forseti. Það kemur fram hjá Fjármálaeftirlitinu að á jafnsmáum eða grunnum markaði og hér sé geti skapast þessi hætta á að umfangsmikil viðskipti fyrirtækja í verðbréfaþjónustu hafi áhrif á gengi bréfanna.

Fjármálaeftirlitið bendir á að auk Kínamúra séu í grannlöndum okkar reglur um meginviðskipti verðbréfafyrirtækja og viðskipti starfsmanna þeirra. Ég kalla eftir því, herra forseti, að á þessu máli sé tekið og menn séu á varðbergi fyrir því hvaða áhrif mikil viðskipti þessara verðbréfafyrirtækja hafi. Ég spyr: Hverjum er greiði gerður með því að halda uppi háu verði á fyrirtækjum, spenna upp gengið á þeim eins og oft hefur verið? Síðan hrapar þetta niður þannig að raunverulega er ekki innstæða eða eignir á bak við gengi á bréfum hjá mörgum fyrirtækjum. Það kemur bara í bakið á þeim sem eru í slíkum viðskiptum.

Síðan er, herra forseti, hitt ákvæðið, annað helsta gagnrýnisatriðið sem við ræddum mjög í efh.- og viðskn. og það snertir 7. gr. c, innherjamálin. Hvernig er gengið frá því þegar við höfum upplifað aftur og aftur að innherjar hafa ekki gengið um dyr sínar eins og þeir ættu að gera þegar þeim er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum og hafa misnotað aðstöðu sína sem leitt hefur til þess sem menn kalla innherjasvik? Hvernig ætlar hæstv. ráðherra að ganga frá því máli í frv.?

Hæstv. ráðherra segir:

,,Fruminnherjar skulu forðast að eiga viðskipti með verðbréf félagsins þegar ætla má að fyrir liggi trúnaðarupplýsingar hjá útgefanda, svo sem skömmu fyrir birtingu ársreiknings eða milliuppgjörs eða skömmu fyrir tilkynningu um mikilvægar ákvarðanir eða atvik sem varða útgefanda verðbréfanna.``

Hann á að forðast að eiga viðskipti. Hvers lags lagatexti er þetta, herra forseti, og hvaða réttaróvissu getur slíkt ákvæði skapað þegar löggjafinn er að ganga frá svona bulli? Ég kalla það bull, herra forseti, að vera með svona lagatexta. Þarna sjáum við eina málamiðlunina sem gerð er þegar hagsmunaaðilar eru sjálfir settir til verka að búa til eigin leikreglur eins og þarna var, bæði Kaupþing og Íslandsbanki FBA ásamt Fjármálaeftirlitinu. Þá kemur svona bastarður út úr þessu. Það er þess vegna sem ég var að segja áðan að Fjármálaeftirlitið á ekki að láta hafa sig í að semja frv. að einhverri málamiðlun með hagsmunaaðilum heldur eiga þeir að vera umsagnar- og ráðgefandi aðilar fyrir stjórnvöld í þessu efni.

Þetta var harðlega gagnrýnt af ýmsum sem þarna komu að sem sáu að þetta var mjög óeðlilegur lagatexti og var þar meira að segja Verslunarráðið á ferðinni sem gagnrýndi slíkan frágang á lagatexta. Meiri hluti efh.- og viðskn. sá aðeins að sér í þessu efni vegna þess að í meðförum hefur textanum aðeins verið breytt. Nú stendur að í staðinn fyrir að fruminnherjar eigi að forðast að eiga þessi viðskipti eigi fruminnherjar að ganga úr skugga um að eiga ekki viðskipti með verðbréf félagsins þegar ætla má að fyrir liggi trúnaðarupplýsingar o.s.frv.

Herra forseti. Heldur er afdráttarlausara tekið hér á en hitt. Heldur er skárra í lagatexta að hafa þetta með þessum hætti. En af hverju í ósköpunum er ekki bara sett bann við því að þeir eigi slík viðskipti með verðbréf félagsins þegar ætla má að fyrir liggi trúnaðarupplýsingar hjá útgefanda? Það er afdráttarlaus texti sem mun ekkert vefjast fyrir dómstólum ef mál sem þetta ákvæði frv. varðar fer til dómstólanna. Er annað megingagnrýnisatriði minni hlutans á þetta frv. um hve losaralega og huglægt er tekið á ýmsum mikilvægum þáttum að þannig er frá þessu ákvæði gengið, herra forseti, af hálfu meiri hlutans.

Það vekur enn og aftur upp spurninguna um réttarstöðu aðila ef þessi ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga eru brotin og hvaða lögformlega þýðingu svona óljós og matskennd ákvæði hafa. Auðvitað er ástæða til þess að fagna öllu sem bætir hér úr og brtt. hefur aðeins bætt úr afar furðulegu ákvæði sem fram kom með frv. hæstv. ráðherra.

Síðan er annar þáttur sem efh.- og viðskn. ræddi ekki nægjanlega mikið og það snertir leiðbeiningar sem Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér um efni reglna fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti en þær voru sendar til umsagnar eftirlitsskyldra aðila á fjármálamarkaði í júlí. Það er í samhengi við það sem við höfum óskað eftir í Samfylkingunni að settar séu siðareglur í viðskiptum á fjármagnsmarkaði. Um það flutti þingflokkur Samfylkingarinnar þáltill. sem var samþykkt á síðasta þingi. Hæstv. viðskrh. vann í samræmi við þá tillögu og skilaði skýrslu hingað til þingsins um siðareglur í viðskiptum á fjármagnsmarkaði sem hefur ekki verið rædd enn þannig að ég mun ekki fara ítarlega ofan í hana en skýrslan er niðurstaðan af þeirri tillögu sem Samfylkingin beitti sér fyrir þar sem við teljum það mjög mikilvægt fyrir opinn og sýnilegan verðbréfamarkað að slíkar siðareglur séu settar.

Þar kemur fram sú meginniðurstaða að fjármálafyrirtæki telji almennt að þau uppfylli þær reglur um heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti sem kveðið er á um í tilmælum framkvæmdarstjórnar ESB frá 25. júlí 1977.

En þær leikreglur sem hér eru settar fram af hálfu Fjármálaeftirlitsins um efni reglna fjármálafyrirtækja og sem eru núna til umsagnar hjá verðbréfafyrirtækjum eða eftirlitsskyldum aðilum eru býsna góðar reglur, herra forseti. Enda er það svo, það kom fram á fundi efh.- og viðskn., að t.d. fulltrúi Kaupþings og annarra verðbréfafyrirtækja sem sátu þennan fund gagnrýna þessar reglur. Þeir gagnrýna þessar reglur og telja þær of strangar, herra forseti. Þetta eru leiðbeiningarreglur sem Fjármálaeftirlitið vill að verðbréfafyrirtækin setji sér.

Ef ég fer aðeins yfir hvað stendur í þessum leiðbeiningarreglum sem verðbréfafyrirtækin mörg hver hafa gagnrýnt og er ekki enn búið að setja, herra forseti, en mér skilst að stefnt sé að því að setja þær um nk. áramót, þá finnst mér þær ganga miklu lengra í mörgu efni sem lýtur að innherjamálum og meðferð trúnaðarupplýsinga en lögin um verðbréfaviðskipti gera. Því hef ég vakið máls á því hvort menn telja, ef deilt er um leiðbeiningarreglur Fjármálaeftirlitsins, sem greinilega er, af því að verðbréfafyrirtækin hafa verið að gagnrýna ýmis atriði í þessum reglum, hvort menn telja gilda lögin um verðbréfaviðskipti eða þessar leiðbeiningarreglur.

Segjum svo að verðbréfafyrirtækin mundu benda á að reglur Fjármálaeftirlitsins gengju lengra en lögin og ekki væri lagastoð fyrir slíkum ákvæðum sem fram koma í leiðbeiningarreglum. Hvort er það þá sem gildir? Hvaða svör fæ ég við því, herra forseti?

Ég fæ þau svör við því að Fjármálaeftirlitið telur sig geta knúið á um að þessar reglur séu settar, m.a. --- eins og fram kemur í svari þeirra við fyrirspurnum mínum --- með beitingu dagsekta því að fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu sé skylt að setja sér reglur um innherjaviðskipti og reglur sem komi í veg fyrir hagsmunaárekstra í starfsemi fyrirtækja sem Fjármálaeftirlitið þarf að staðfesta. Þannig er staðan, herra forseti.

Ef ég fer inn á örfá atriði í þeim ágætu leiðbeiningarreglum sem fjármálafyrirtækin telja að séu of ströng og stíf og of hart að sér gengið segir þar að viðskipti starfsmanna með óskráð bréf séu óheimil. Ég sé ekki að neitt standi um það í frv. Hér stendur líka að hægt sé að gera kröfu um lágmarkseignarhaldstíma starfsmanna verðbréfafyrirtækja. Það er það atriði sem við ræddum nokkuð um hér þegar þetta mál var til umræðu á síðasta þingi og einnig hvort skylda ætti innherjana til þess að gangast undir þá reglu að þeir mættu ekki eiga viðskipti með verðbréf á ákveðnum tíma fyrir og eftir t.d. birtingu ársreikninga og mér fannst hæstv. ráðherra taka allsæmilega undir það. En það er ekki að finna því stað í lagatextanum sjálfu, herra forseti, í frv. En engu að síður telur Fjármálaeftirlitið sig geta knúið það fram að hægt sé að gera kröfu um lágmarkseignarhaldstíma starfsmanna verðbréfafyrirtækja.

Síðan segir að tryggt sé að viðskiptamaður sé upplýstur um eigendahagsmuni fjármálafyrirtækisins þegar ráðlagt er um viðskipti með verðbréf. Þetta er afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess sem ég var að ræða áðan um mikið umfang á viðskiptum verðbréfafyrirtækja fyrir eigin reikning. Það á að vera tryggt að viðskiptamaður sé upplýstur um eigendahagsmuni fjármálafyrirtækis þegar ráðlagt er um viðskipti með verðbréf.

Mér þætti nokkuð fróðlegt að vita hvort eftir því yrði farið í hvert skipti sem viðskiptavinur kemur til þessara verðbréfafyrirtækja og ætlar að eiga þar einhver viðskipti að hann sé þá upplýstur eðlilega um eigendahagsmuni fjármálafyrirtækisins. Maður veltir fyrir sér ábyrgðinni á þessum innanbúðarreglum eða leiðbeiningarreglum og hvernig eftirlitinu verður þá háttað með að þeim sé framfylgt.

[12:15]

Í leiðbeiningarreglunum segir síðan að starfsmanni sé óheimilt að taka þátt í útboðum á verðbréfum sem fjármálafyrirtæki sem hann vinnur hjá gefur út eða útboðum sem fjármálafyrirtækið annast fyrir aðra útgefendur nema því aðeins að í útboðinu sé óskað eftir tilboðum um hlut á föstu gengi.

Þetta tel ég afar mikilvægt ákvæði til þess að menn sem vinna hjá þessum fyrirtækjum misnoti ekki aðstöðu sína. Þeim er samkvæmt leiðbeiningarreglunum óheimilt að taka þátt í útboðum á verðbréfum sem fjármálafyrirtæki sem þeir vinna hjá gefur út eða útboðum sem fjármálafyrirtæki annast fyrir aðra útgefendur nema því aðeins að í útboðinu sé óskað eftir útboðum um hlut á föstu gengi. Þetta er afar mikilvægt.

Síðan segir að starfsmönnum sem eru faglegir ráðgjafar eða trúnaðarmenn útgefenda verðbréfa sé óheimilt að eiga viðskipti með verðbréf viðkomandi útgefenda frá því að störf hefjast og næstu þrjá mánuði eftir að störfum þeirra fyrir viðkomandi lýkur. Hér segir jafnframt að starfsmönnum sé óheimilt að taka þátt í fjárfestingarhópum sem hafa þann tilgang að þátttakendur standi sameiginlega að kaupum á verðbréfum.

Hér hef ég aðeins, herra forseti, tæpt á örfáum af þeim leiðbeinandi reglum sem Fjármálaeftirlitið telur sig geta knúið á um að verði settar með beitingu dagsekta. Það hefði verið æskilegt, herra forseti, að vita niðurstöðuna varðandi þessar leiðbeiningarreglur áður en frv. væri samþykkt. Ég held reyndar, herra forseti, að ekki síst fyrir atbeina minni hlutans þá hafi meiri hlutinn tekið upp eitt ákvæði í frv. sem skiptir verulegu máli. Það lýtur að þeim reglum sem ég minntist á og fjallað er um í 7. gr. h-lið í frv. Þar stendur:

,,Stjórn félags sem skráð er í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði, eða félags sem óskað hefur eftir skráningu í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði, skal setja reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. Í reglunum skal m.a. kveðið á um með hvaða hætti skuli komið í veg fyrir að trúnaðarupplýsingar berist til annarra en þarfnast þeirra vegna starfa sinna, hvernig viðskiptum innherja skuli háttað, hver beri ábyrgð innan félagsins á að reglunum sé framfylgt og skráningu samskipta sem fram fara á grundvelli reglnanna.``

Síðan segir, herra forseti, og þar kemur breytingin í frv.:

,,Reglur skv. 1. mgr. skulu staðfestar af stjórn viðkomandi félags og sendar Fjármálaeftirlitinu og kauphöll eða skipulegum tilboðsmarkaði þar sem verðbréf félagsins eru skráð eða óskað hefur verið skráningar þeirra.

Stjórnvöld og aðrir aðilar sem fá reglulega trúnaðarupplýsingar í starfsemi sinni skulu setja sér reglur samkvæmt þessari grein.``

Hér er aðeins sagt að reglurnar skuli staðfestar af stjórninni og sendar Fjármálaeftirlitinu. Það er síðan skilið eftir í lausu lofti hvort það er til upplýsingar fyrir Fjármálaeftirlitið eða hvaða gildi sú málsmeðferð hefur. Meiri hlutinn féllst á að þarna yrði því bætt inn að reglurnar skyldu sendar Fjármálaeftirlitinu til staðfestingar, herra forseti. Þar er reginmunur á og þá væri lagatextinn skýr í þessu efni. Þar gæti verið, herra forseti, sú lagastoð sem þarf til að leiðbeiningarreglurnar sem ég vitnaði til áðan og tel afar mikilvægar, hafi eitthvert gildi, þ.e. að Fjármálaeftirlitið geti þá knúið það fram --- gegn vilja verðbréfafyrirtækjanna ef svo ber undir, vænti ég --- að fyrirtækin vinni samkvæmt þessum leiðbeiningarreglum. Þetta tel ég mikilvægt, herra forseti, að liggi fyrir, ekki síst þegar upplýst er í efh.- og viðskn. að ýmis verðbréfafyrirtæki hafa gangrýnt alvarlega ýmis ákvæði í þessum leiðbeiningarreglum.

Ég tel ástæðu, herra forseti, til að fara yfir nokkur atriði í þeim spurningum sem við í minni hlutanum lögðum fyrir Fjármálaeftirlitið og svör Fjármálaeftirlitsins við þeim spurningum. Öll snerta þessi atriði grundvallarþætti í viðskipum með verðbréf og ýmsa þá þætti sem við í minni hlutanum höfum haft nokkrar áhyggjur af.

Í fyrsta lagi var spurt:

,,Hvernig er háttað viðskiptum verðbréfafyrirtækja fyrir eigin reikning annars staðar á Norðurlöndunum og er ekki hætta á hagsmunaárekstrum þegar verðbréfafyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum fyrir eigin reikning er um leið trúað fyrir ávöxtun á eignasöfnum viðskiptavina? Er annars staðar á Norðurlöndunum eða eftir atvikum í einhverjum löndum OECD settar einhverjar aðrar skorður við slíkum viðskiptum en svokallaðir ,,Kínamúrar``?``

Í svari Fjármálaeftirlitsins sem fylgir með áliti okkar í minna hlutanum frá 14. des. kemur fram að þeir telja að lagaheimildir um viðskipti verðbréfafyrirtækja fyrir eigin reikning séu byggðar á svipuðum grunni á Norðurlöndunum og hér á landi. Mér finnst það út af fyrir sig ekki segja mikið, herra forseti, enda er þetta dæmi um hve svör Fjármálaeftirlitsins við þeim spurningum sem við lögðum fram voru óskýr á margan hátt, enda höfðu þeir komið að samningu frv. og sátu í nefnd sem hæstv. ráðherra skipaði um þetta mál. Ég hef gagnrýnt það áður en ætla ekki að fara um það fleiri orðum.

Síðan segir: ,,Fjármálaeftirlitinu er hins vegar ekki kunnugt um að gerður hafi verið samanburður á milli þessara landa á því hvernig heimildunum er beitt eða hvernig viðskiptahættir fjármálafyrirtækja hafa þróast að þessu leyti.``

Það væri auðvitað ákaflega gagnlegt að það yrði skoðað nánar af Fjármálaeftirlitinu. En síðan segir:

,,Auk Kínamúra eru í nágrannalöndunum fyrir hendi reglur um eigin viðskipti verðbréfafyrirtækja og viðskipti starfsmanna þeirra.``

Út úr þessu les ég, herra forseti, að betur sé tekið á þessum þætti viðskipta á erlendum verðbréfamörkuðum en er hér á landi.

Við spurðum einnig um heildarumfang viðskipta fyrir eigin reikning. Mér finnst afar sérstakt að Fjármálaeftirlitið hafi ekki undir höndum eða gangi ekki eftir þeim upplýsingum þegar svo greiðlega gekk að fá þær upplýsingar frá ríkisskattstjóraembættinu. Þeir segja hins vegar, með leyfi forseta:

,,Upplýsingar eða áætlanir um heildarumfang viðskipta fyrirtækja í verðbréfaþjónustu fyrir eigin reikning liggja ekki fyrir. Á jafnsmáum eða grunnum markaði eins og um er að ræða hér á landi kann að skapast hætta á að umfangsmikil viðskipti fyrirtækja í verðbréfaþjónustu og annarra, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi áhrif á gengi viðkomandi verðbréfa. Slík viðskipti þurfa hins vegar ekki ávallt að vera óeðlileg. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptum af þessu tagi með ýmsu móti, m.a. við reglubundið eftirlit með starfsemi viðkomandi, athugun erinda frá viðskiptamönnum fyrirtækjanna og með því að fylgjast með viðskiptum á Verðbréfaþingi. Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að það hyggist á næstu missirum byggja upp styrkara eftirlit með starfsháttum á verðbréfamarkaði og í því skyni byggja upp markaðsvakt, sem bæti yfirsýn eftirlitsins yfir verðbréfamarkaðinn og gefi því færi á að grípa fyrr inn í mál sem upp koma.``

Þar er á ferðinni afar athyglisverð nýjung sem þeir eru að fara að taka upp í sínum starfsháttum. Það væri ástæða til þess að ýta undir að hún kæmist sem fyrst til framkvæmda.

Við spurðum líka hvort það væri eðlilegt að mati Fjármálaeftirlitsins að svo stór hluti hlutafjármarkaðarins ,,leiki lausum hala`` og engin laga- eða reglugerðarákvæði gildi sérstaklega um hann. Þá segja þeir, með leyfi forseta:

,,Fjármálaeftirlitið lítur almennt svo á að hagsmunir fjárfesta og verðbréfamarkaðar í heild séu best tryggðir með því að verðbréf séu skráð á kauphöllum eða skipulegum tilboðsmörkuðum og lúti þeim reglum sem gilda á slíkum mörkuðum. Viðskipti með óskráð verðbréf eiga hins vegar fullkominn rétt á sér og geta verið heppileg. Fjármálaeftirlitið telur ekki nauðsynlegt að um slík viðskipti verði sett sérstök laga- eða reglugerðarákvæði að öðru leyti en því sem snýr að tilboðum til almennings um viðskipti með óskráð verðbréf, þ.e. reglur um almennt útboð verðbréfa, en þær eiga einnig við um óskráð verðbréf.``

Herra forseti. Umsögn Fjármálaeftirlitsins eða hvernig það setur fram skoðun sína á þessum óskráðu verðbréfum veldur mér nokkrum vonbrigðum. Eins og ég hef sagt er þessi markaður mjög stór og umfangsmikill og full ástæða til að hafa betra eftirlit með honum og skýrari leikreglur en verið hafa hingað til.

Í fjórða lagi spurðum við, með leyfi forseta:

,,Eru ákvæði um skaðabótaskyldu verðbréfafyrirtækja vegna óábyrgrar ráðgjafar til einstaklinga um verðbréf sem undanþegin eru reglum um almennt útboð nægjanleg neytendavernd að mati Fjármálaeftirlitsins? Hve oft hefur reynt á skaðabótaskyldu í þessu efni og þarf að styrkja ákvæði um ábyrgð verðbréfafyrirtækja og réttarstöðu einstaklinga vegna viðskipta einstaklinga með óskráð verðbréf?``

Svar við þessu frá Fjármálaeftirlitinu er svohljóðandi, með leyfi forseta:

,,Ákvæði 6. gr. c. í fyrirliggjandi frv. kemur til viðbótar almennu ákvæði 15. gr. laganna um leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu fyrirtækja í verðbréfaþjónustu. Tilvitnað ákvæði frv. staðfestir skyldur verðbréfafyrirtækja til þess að meta faglega þekkingu, fjárhag og reynslu viðskiptavinar.``

Mér fannst einmitt losaralega gengið frá því atriði og vissulega er þar um að ræða matskennd ákvæði sem verðbréfafyrirtækjum eru fengin. Þau gætu að mínu mati valdið einhverjum deilum þegar verðbréfafyrirtækið á að meta fjárhag og reynslu viðskiptavinar.

Síðan segir, í svari Fjármálaeftirlitsins:

,,Komi til ágreinings vegna meintrar ónógrar ráðgjafar verður fyrirtækið að sýna fram á að það hafi fylgt þessum ákvæðum og takist það ekki kann það að hafa áhrif á mat hugsanlegrar bótaskyldu gagnvart viðskiptamanni. Fjármálaeftirlitinu er einungis kunnugt um tvö tilvik þar sem dómstólar hafa skorið úr um bótaskyldu vegna þessa. Hins vegar er Fjármálaeftirlitinu kunnugt um ýmis tilvik þar sem ágreiningur af þessu tagi hefur verið leystur með samkomulagi.``

Í fimmta lagi var spurt:

,,Hvaða lög og reglur gilda um óskráð hlutabréf innan OECD, sérstaklega er þó spurt um Norðurlöndin?``

Svarið við þeirri spurningu er svohljóðandi, með leyfi forseta:

,,Fjármálaeftirlitið hefur ekki upplýsingar um reglur innan OECD eða á Norðurlöndum sérstaklega um óskráð hlutabréf. Löggjöf aðildarríkja EES-samningsins byggir hins vegar á ýmsum tilskipunum Evrópusambandsins sem taka að hluta til viðskipta með óskráð verðbréf, svo sem tilskipun um almennt útboð verðbréfa.``

[12:30]

Það er svolítið sérstakt, herra forseti, að Fjármálaeftirlitið hafi ekki þessar upplýsingar um reglur innan OECD eða á Norðurlöndunum vegna þess að í þeirri skýrslu sem við höfum nú verið að ræða í efh.- og viðskn. og snertir störf og starfsemi Fjármálaeftirlitsins kom það fram sem eftirlitsskyldir aðilar gagnrýndu að Fjármálaeftirlitið væri mikið á ferðum til útlanda að sinna erindum sem tengdust Fjármálaeftirlitinu, væri mikið á fundum með kollegum sínum og samstarfsaðilum erlendis, en síðan hefur Fjármálaeftirlitið þegar eftir því er leitað engar upplýsingar um reglur innan OECD eða á Norðurlöndunum, sérstaklega um óskráð hlutabréf.

Í sjötta lagi var spurt:

,,Telur Fjármálaeftirlitið að tryggilega sé gengið frá ákvæðum í frv. til að koma í veg fyrir svik í innherjaviðskiptum? Má líta svo á að ákvæði frv. feli í sér eftirfarandi skilyrði varðandi innherjaviðskipti, (samanber leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins um efni reglna fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti)?``

Herra forseti. Til að spara mér tíma er í þessu bréfi verið að telja upp ýmis þau ákvæði eða reglur sem koma fram í hinum svokölluðu leiðbeiningarreglum sem fjármálafyrirtækjunum hafa verið send. En um þetta segir í svari Fjármálaeftirlitsins:

,,Ekki verður fullyrt að lagaákvæði geti komi að öllu leyti í veg fyrir innherjasvik. Hins vegar telur Fjármálaeftirlitið ákvæði frv. til verulegra bóta í þessu sambandi og líkleg til að auka aðhald að innherjum og draga úr líkum á því að þeir eigi ólögmæt innherjaviðskipti.``

Það er líklegt til þess að auka aðhald að innherjum og draga úr líkum á því, segir hér. Ekki er fastar tekið til orða, herra forseti, enda er ekki efni til að taka fastar til orða en hér er gert miðað við fráganginn á frv. vegna þess eins og ég hef ítrekað sagt við 1. umr. málsins að of losaralega er tekið á ákvæðunum um innherjamálin. Þess vegna segir Fjármálaeftirlitið að ákvæðin séu til bóta og léleg til að auka aðhald að innherjum og draga úr líkum á því að þeir eigi ólögmæt innherjaviðskipti.

Síðan segir:

,,Að því er varðar önnur atriði sem spurt er um skal tekið fram að nánar tilgreind upptalning úr drögum að leiðbeiningum Fjármálaeftirlitsins um reglur um verðbréfaviðskipti er ekki sérstaklega tengd innherjaákvæðum laganna eða skilyrðum fyrir viðskiptum innherja, enda þótt einstök atriði reglnanna skarist við slík viðskipti.``

Síðan segir að reglurnar taki til fleiri atriða en innherjaviðskipta. Það vissi ég alltaf að þau taka bæði til innherjaviðskipta og annarra þátta viðskipta á verðbréfamarkaði.

Herra forseti. Síðan spurðumst við í minni hlutanum í sjöunda lagi fyrir um það hjá Fjármálaeftirlitinu:

,,Telur Fjármálaeftirlitið að tryggður sé framgangur allra ákvæða í leiðbeiningarreglum Fjármálaeftirlitsins (sent til umsagnar í júlí sl.) með ákvæðum frv. um verðbréfaviðskipti eða telur eftirlitið að rétt sé að styrkja ákvæði frv. og þá hvaða til að tryggja öryggi þess að eftir reglunum sé farið með lagastoð?``

Herra forseti. Þarna finnst mér gæta þess einmitt, eins og kemur raunverulega aftur og aftur fram í þessum svörum, að Fjármálaeftirlitið hefur komið að þeirri niðurstöðu sem varð í málamiðlun milli hagsmunaaðila, þ.e. verðbréfafyrirtækjanna sjálfra, um það frv. sem við ræðum hér. En þessari spurningu svarar Fjármálaeftirlitið með eftirfarandi hætti:

,,Drög að leiðbeiningarreglum sem vísað er til eru nánari útfærsla Fjármálaeftirlitsins á þeim atriðum sem talið er eðlilegt að fram komi í reglum sem fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu er ætlað að setja sér samkvæmt 15. og 21. gr. laga nr. 13/1996. Frv. eins og það liggur nú fyrir tekur ekki sérstaklega til þessara reglna.`` --- Sem mér finnst að það hefði þurft að gera til að tryggja að þær reglur, sem Fjármálaeftirlitið vill beita sér fyrir og sem ágreiningur er um, hafi lagastoð frekar en gert er með þessu frv. ef til alvarlegs ágreinings kemur um þessar reglur milli Fjármálaeftirlitsins og verðbréfafyrirtækjanna.

Síðan segir orðrétt, herra forseti:

,,Fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu er skylt samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum að setja sér þessar reglur, en verða að fá staðfestingu Fjármálaeftirlitsins á þeim. Sú staðfesting fæst ekki nema Fjármálaeftirlitið telji þær ásættanlegar. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið knúið á um að þær reglur séu settar, m.a. með beitingu dagsekta.``

Þannig lítur Fjármálaeftirlitið á stöðu sína og þessar reglur sem eru greinilega deilur um og ágreiningur um hjá Fjármálaeftirlitinu og þessum eftirlitsskyldu aðilum, a.m.k. einhverjum þeirra.

Síðan var spurt:

,,Telur Fjármálaeftirlitið að ákvæði frv. séu nægjanlega örugg til að koma í veg fyrir að dreift sé óskráðum verðbréfum til almennings eða er rétt að styrkja ákvæði frv. frekar í því skyni?``

Þar segir Fjármálaeftirlitið:

,,Ákvæðum frv. er ekki ætlað að koma í veg fyrir viðskipti almennings með óskráð verðbréf heldur er þeim ætlað að tryggja fullnægjandi upplýsingagjöf til almennings við sölu óskráðra verðbréfa. Með því er dregið úr hættunni á að almenningur eigi viðskipti með óskráð verðbréf á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga. Í þessu ljósi telur Fjármálaeftirlitið ákvæði frv. fullnægjandi.``

Enn og aftur rekum við okkur á það hvernig þeir hafa komið að þessu máli með samningu frv. Þeir segja að ákvæðum frv. sé ekki ætlað að koma í veg fyrir viðskipti almennings með óskráð verðbréf heldur sé þeim ætlað að tryggja fullnægjandi upplýsingagjöf til almennings um sölu óskráðra verðbréfa. Ég hef farið yfir það hvernig um þá upplýsingahnúta er búið í þessu frv., sem er afar matskennt, sett í fangið á verðbréfafyrirtækjunum sjálfum og undir hælinn lagt hvernig sú upplýsingagjöf er framreidd til viðskiptavinanna. Hætta er á því, herra forseti, og kannski meiri en menn gera sér grein fyrir að almenningur eigi viðskipti með óskráð bréf án útboðs sem er ekki æskilegt í mörgum tilfellum út af þeirri áhættu sem í þeim er fólgin.

Síðan er spurt:

,,Má ekki líta svo á að ákvæði frv. séu of opin að því er varðar að verðbréfafyrirtækin sjálf geti metið hvort þau eru með óskráð bréf til sölu án útboðs til almennings?``

,,Fjármálaeftirlitið lítur ekki svo á að ákvæði frv. um þetta efni séu of opin. Eðlilegt verður að teljast að mat af þessu tagi sé í höndum fyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem eru í beinum tengslum við fjárfesta í starfsemi sinni. Um ábyrgð verðbréfafyrirtækja vísast að öðru leyti til svars við annarri spurningu.``

Fjármálaeftirlitið telur með öðrum orðum að það sé allt í lagi og nánast eðlilegt að hafa mat á þeim mikilvæga þætti sem snertir verðbréfamarkaðinn, það er á höndunum á fyrirtækjunum í verðbréfaþjónustunni sjálfri, og telur enga ástæðu til þess að herða neitt á í löggjöfinni.

Herra forseti. Ég mun fylgjast mjög grannt með framkvæmd á þessari löggjöf og fylgjast grannt með því eftirliti sem Fjármálaeftirlitið mun hafa með verðbréfafyrirtækjum. Þess vegna er ástæða, herra forseti, til að fagna því að við í minni hlutanum beittum okkur fyrir því á síðasta þingi þegar sá gjaldstofn sem Fjármálaeftirlitið hefur til þess að reka starfsemi sína var til umræðu í nefndinni en gjaldtakan mun sennilega hafa árlega viðkomu í þinginu og hjá efh.- og viðskn. vegna breytinga sem þarf að gera reglulega á þeim gjaldstofni --- en við óskuðum eftir að í tengslum við þá gjaldtöku yrði á hverju einasta þingi lögð fram skýrsla Fjármálaeftirlitsins um starfsemi sína á árinu þannig að við gætum fengið yfirferð um hvernig gengið hefur að hafa eftirlit með þessum eftirlitsskyldu aðilum. Það er alveg ljóst að ég mun fylgjast mjög nákvæmlega með þeirri skýrslu og skoða hér á þingi sem er örugglega ástæða til þess að hafa til mjög náinnar skoðunar vegna þess að umfjöllun þessa frv. í efh.- og viðskn. og aðkoma Fjármálaeftirlitsins að því máli hefur satt best að segja, herra forseti, ekki aukið traust mitt á Fjármálaeftirlitinu. Ég hafði nokkurt álit á Fjármálaeftirlitinu fyrir, herra forseti. En úr því hefur dregið, satt best að segja, með aðkomu Fjármálaeftirlitsins að þessu máli.

Ég er ekki í annarri stöðu, verandi í stjórnarandstöðu, en að sinna eftirlitshlutverki mínu sem þingmaður með því að hafa eins og ég best get auga með því hvernig Fjármálaeftirlitið mun fylgjast með verðbréfamarkaðnum, m.a. þessum innherjamálum og meðferð á trúnaðarupplýsingum og í gegnum þá skýrslu sem við munum fá reglubundið á þinginu.

Í tíunda lagi lögðum við í minni hlutanum þá spurningu fyrir Fjármálaeftirlitið hvort ekki væri eðlilegra að mati Fjármálaeftirlitsins að orða 32. gr. c í frv. ákveðnar þannig að fruminnherjar megi ekki eiga viðskipti með verðbréf félagsins þegar ætla má að fyrir liggi trúnaðarupplýsingar, t.d. skömmu fyrir birtingu ársreikninga eða milliuppgjörs.

Ég fór aðeins yfir þetta ákvæði áðan og það var náttúrlega til vansa hvernig frá því var gengið í frv. Hefur þó meiri hlutinn aðeins bætt úr og vísar Fjármálaeftirlitið til þess að þeir leggja til að í stað orðalagsins ,,að forðast`` að eiga viðskipti með verðbréf félagsins þegar ætla má að fyrir liggi trúnaðarupplýsingar útgefanda o.s.frv. verði tekið upp þetta ákvæði ,,að ganga úr skugga um``. Það er heldur ákveðnara orðalag en þarna vildi ég aftur ítreka að ég tel að það hefði átt að ganga frá málum með þeim hætti að það ætti að banna fruminnherjum að eiga viðskipti þegar þær aðstæður eru sem lýst er í 7. gr. c í frv.

Í ellefta lagi var spurt:

,,Er ákvæðum um innherjaviðskipti í frv. ekki einnig ætlað að vernda fjárfesta þó ekki sé um skipulega verðbréfamarkaði að ræða?``

Þeir hafa ekki mikið fyrir að svara þessu og vísa í frv. sjálft, til almennra athugasemda, sem ég, herra forseti, hefði ekki verið að kalla eftir hjá Fjármálaeftirlitinu eða spurt það um ef ég hefði verið ánægð með þær upplýsingar sem koma fram í frv. sjálfu sem ég hef lesið spjaldanna á milli. Þess vegna finnst mér að Fjármálaeftirlitið eigi að leggja meiri vinnu í að svara slíkum spurningum sem a.m.k. einhverjir í nefndinni telja nauðsynlegar til að geta myndað sér skoðun á því mikilvæga máli sem við erum að fjalla um sem eru leikreglur fyrir verðbréfamarkaðinn sem fer sí og æ vaxandi. Það er gott og blessað en um hann þurfa að gilda eðlilegar og sanngjarnar leikreglur.

Í tólfta lagi var spurt:

,,Er fyrirtækjum á fjármálamarkaði skylt að fara að fyrirliggjandi leiðbeiningarreglum?`` --- Við höfum farið yfir það og það er afdráttarlaust af þeirra hálfu.

Í þrettánda lagi spurðum við um nýfallinn dóm um viðskipti með óskráð verðbréf, hvort hann gæfi tilefni til þess að herða frekar á ákvæðum um viðskipti með verðbréf og hvað það væri í frv. sem hefði getað breytt niðurstöðum dómsins.

[12:45]

Svarið við þeirri spurningu er svohljóðandi:

,,Dómurinn fjallar um hvort tiltekin sala verðbréfa hafi talist almennt útboð í skilningi laga nr. 13/1996 og reglugerðar nr. 505/1993 og hvort skylt hafi verið að gefa út útboðslýsingu. Ákvæði frumvarpsins eins og það liggur fyrir taka ekki mið af dómnum, enda hafði frumvarpið verið samið áður en dómurinn féll. Verði frumvarpið samþykkt verða ítarlegri efnisákvæði um almennt útboð sett í lög í stað reglugerðar, en dómur fjallaði m.a. um gildi núgildandi reglugerðar um almennt útboð verðbréfa.``

Það verður að segjast eins og er, að efh.- og viðskn. skoðaði ekki sérstaklega þennan þátt með tilliti til dómsins og hvort það væri ástæða til að skoða þá frekari breytingar á frv. með hliðsjón af þeirri niðurstöðu hans.

Síðan er spurt:

,,Er ekki rétt að taka upp í lög bann við innherjaviðskiptum í ákveðinn tíma fyrir og eftir ársuppgjör eða milliuppgjör fyrirtækja og hve oft hefur orðið misbrestur á því að farið sé að tilmælum Verðbréfaþings þar að lútandi?``

Um þetta segir:

,,Ákvæði 7. gr. c. í frv. kveður á um rannsóknarskyldu innherja þegar þeir eiga viðskipti. Fjármálaeftirlitið telur ekki skynsamlegt að setja í lög ákvæði um bann við viðskiptum á tilteknum tímabilum, þar sem þau geta slævt vitund innherja um stöðu sína og þar með skapað falskt öryggi.``

Um þetta eru til reglur víða í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það er sett ákveðið bann við innherjaviðskiptum á ákveðnum tíma fyrir og eftir árs- eða milliuppgjör fyrirtækja. Mér fannst hæstv. viðskrh. í það minnsta taka alveg bærilega undir það á síðasta þingi að rétt væri að skoða lögfestingu þessa þáttar. Fjármálaeftirlitið telur hins vegar enga ástæðu til þess. Þetta er auðvitað eitt af þeim atriðum sem ástæða er til að fylgjast með hvernig þróast og ástæða til að halda þessu svari Fjármálaeftirlitsins til haga á stað þar sem auðvelt er að ganga að því. Ég er sannfærð um að efni frv. eins og frá því er gengið og afstaða Fjármálaeftirlitsins til ýmissa þátta sem snúa að innherjaviðskiptum og meðferð trúnaðarupplýsinga er svo losaraleg og matskennd --- Fjármálaeftirlitið blessar þá framkvæmd --- að ég tel að á þetta muni reyna fyrr en seinna.

Síðan segir Fjármálaeftirlitið, með leyfi forseta:

,,Einstakir útgefendur geta sett sér eigin reglur um bann við viðskiptum á tilteknum tímabilum með hliðsjón af aðstæðum hjá viðkomandi, sbr. 7. gr. h. í frv.``

15. spurning er svohljóðandi:

,,Er ekki rétt að taka af skarið um það í lögum hver ber ábyrgð á því innan fyrirtækja að ekki eigi sér stað ólögleg innherjaviðskipti og misbrestur á meðferð trúnaðarupplýsinga?``

Um þetta segir:

,,Kveðið er á um þetta í 7. gr. h. í frv. Felist í spurningunni tilvísun til d-liðar 7. gr. fyrirliggjandi frv. telur Fjármálaeftirlitið eðlilegt að stjórn viðkomandi fyrirtækis beri ábyrgð á að tilnefna þann aðila sem ákvæðið vísar til að teknu tilliti til skipulags fyrirtækisins.``

Eftir þessu hafa ýmsir, bæði úr minni og meiri hluta, kallað, að það liggi skýrt fyrir hver beri ábyrgð í meintum innherjasvikum. Þannig væri alveg skýrt að ef einhver viðskipti ættu sér stað hjá innherjum þá beri einn aðili innan fyrirtækisins ábyrgð á að eftir lögum og reglum sé farið í því efni. Samkvæmt frv. á stjórn viðkomandi fyrirtækis að bera ábyrgð á að tilnefna þann aðila sem ákvæðið vísar til. Þess vegna er afar mikilvægt, herra forseti, að leiðbeiningarreglur verði sem fyrst staðfestar af Fjármálaeftirlitinu og þær taki m.a. á þessu. Þannig yrði tryggilega frá því gengið að hvert einasta fyrirtæki á verðbréfamarkaði hefði skýrar boðleiðir í þessu efni, þ.e. um hver beri ábyrgð þegar um innherjaviðskipti er að ræða.

Í 16. lagi var spurt hvort ákvæði hegningarlaga eigi við um ólögleg innherjaviðskipti og hvaða ákvæðum verði hægt að beita þegar slík tilvik koma upp.

Fjármálaeftirlitið svarar, með leyfi forseta:

,,Ákvæði IV. kafla og 2. mgr. 62. gr. laga um verðbréfaviðskipti eru sérrefsilagabrot og tæma sök í innherjamálum að mati Fjármálaeftirlitsins. Ákvæði hegningarlaga eiga því ekki við um slík brot.``

Það hefði verið ástæða til þess af hálfu efh.- og viðskn. að fara yfir refsiákvæði sem gilda um verðbréfaviðskipti en það var ekki gert að þessu sinni.

Í 17. lagi var spurt:

,,Hvernig hefur Fjármálaeftirlitið brugðist við í þeim tilvikum sem eftirlitið hefur haft mál til meðferðar vegna meintra innherjasvika?``

Svarið er:

,,Af þeim meintu ólögmætu innherjaviðskiptum sem Fjármálaeftirlitið hefur haft til rannsóknar hefur einu máli verið vísað til ríkislögreglustjóra til frekari rannsóknar. Í öðrum málum hafa, að mati Fjármálaeftirlitsins, ekki reynst forsendur til slíkrar málsmeðferðar.``

Í þessu sambandi ætla ég að minna á að við höfum í örfá skipti séð að Fjármálaeftirlitið hefur brugðist hart við þegar um meint innherjasvik hefur verið að ræða. Það tengdist t.d. einum banka. Hins vegar er svo sérkennilegt að við heyrum aldrei um niðurstöðu þeirrar athugunar eða rannsóknar Fjármálaeftirlitsins. Ekki veit ég hvort skýringin er sú að það kemur einhver niðurstaða sem ekki er birt opinberlega eða hvort málin eru hreinlega svæfð einhvers staðar í skúffum hjá Fjármálaeftirlitinu. Mér hefði fundist, herra forseti, að þegar Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni þá ætti að birta niðurstöðuna opinberlega. Niðurstaðan í þeim meintu innherjasvikum sem hafa þó komið til kasta Fjármálaeftirlitsins hafa farið fram hjá mér, við höfum ekki fengið að sjá niðurstöðuna í þeim málum.

Síðan er spurt:

,,Er rétt að setja í lög ákvæði sem skilgreina fjárfestingarstefnu hlutabréfasjóða?``

Ég hygg að flestir séu sammála um að það þurfi að fara að vinda sér í það verkefni. Fjármálaeftirlitið tekur raunverulega undir það í svari sínu:

,,Fjármálaeftirlitið svo og forveri þess, bankaeftirlit Seðlabanka Íslands, hefur bent á nauðsyn þess að sett verði löggjöf um hvers konar sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum.``

Þetta stendur eftir, þ.e. að skilgreina í lögum fjárfestingarstefnu hlutabréfasjóða. Ég hvet til þess að hæstv. ráðherra, sem ekki hefur verið viðstödd þá löngu umræðu sem hér hefur orðið um hennar mál sem hún leggur áherslu á að fá afgreidd fyrir jól, beiti sér fyrir því að sem fyrst verði sest yfir að skilgreina fjárfestingarstefnu hlutabréfasjóðanna. Í þeim sjóðum er örugglega að finna ýmis af þeim óskráðu verðbréfum sem ég hef hér gert töluvert að umtalsefni og tel að þurfi að taka fastari tökum, bæði af hálfu löggjafarvaldsins og Fjármálaeftirlitsins.

19. spurning okkar í minni hlutanum er svohljóðandi:

,,Gæti það dregið úr viðskiptum með óskráð bréf ef komið væri á skipulegum tilboðsmarkaði og telur Fjármálaeftirlitið það rétt að beita stjórntækjum, reglum eða lagafyrirmælum sem væru til þess fallin að draga verulega úr viðskiptum með óskráð hlutabréf?``

Fjármálaeftirlitið svarar svo:

,,Tilkoma skipulegs tilboðsmarkaðar, þar sem gerðar væru vægari kröfur til skráningar félaga en gerðar eru vegna skráningar í kauphöll, kynni að auðvelda minni fyrirtækjum að skrá verðbréf sín og gera það fýsilegri kost en nú er. Með því mundi eðli máls samkvæmt draga úr viðskiptum með óskráð verðbréf. Hins vegar teldi Fjármálaeftirlitið heppilegt að slík þróun yrði án lagaboða eða stjórnvaldsreglna. Hafa ber í huga að nauðsynlegt kann að vera að ný fyrirtæki hafi möguleika til að afla sér fjár til starfsemi sinnar án skráningar í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði. Meginatriðið er að verðbréf þeirra verði ekki boðin almenningi nema tryggt sé að fullnægjandi upplýsingar séu fyrir hendi.``

Það er meginatriðið og undir það vil ég svo sannarlega taka, en því miður, herra forseti, er ekki svo um hnútana búið í þessu frv. að almenningur fái fullnægjandi upplýsingar að því er þennan þátt varðar. Fjármálaeftirlitið dregur úr því og telur ekki heppilegt að gera slíkt með lagaboði eða stjórnvaldsreglum. En, herra forseti, ef þetta gerir verðbréfamarkað okkar heilbrigðari, eðlilegri og þessi óskráðu bréf sýnilegri þannig að þau séu traustari, t.d. á slíkum tilboðsmarkaði, hvað er þá að því? Hvað er að stjórnvaldsfyrirmælum eða stjórnvaldsreglum um að koma á slíkum skipulegum tilboðsmarkaði ef það kemur skikkan á þessi óskráðu verðbréf? Þetta hefur ásamt öðru ekki aukið tiltrú mína á Fjármálaeftirlitið.

Við spyrjum einnig:

,,Hvaða áhrif hefur það ákvæði laga um verðbréfaviðskipti haft sem heimilar lokað útboð svo framarlega sem hópurinn er ekki stærri en 25 aðilar og hefur það ákvæði verið misnotað að mati Fjármálaeftirlitsins?``

Svarið er að ekki hafi verið gerð almenn athugun á framkvæmd svonefndra lokaðra útboða af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Síðan segir:

,,Fjármálaeftirlitið, og áður Bankaeftirlitið, hefur í ýmsum tilvikum krafist þess að sala á tilteknum verðbréfum væri stöðvuð og framkvæmd sölunnar færð til samræmis við reglur um almennt útboð verðbréfa.``

Þar höfum við það, herra forseti. Engin almenn athugun á framkvæmd svonefndra lokaða útboða hefur farið fram af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Ef þetta, með öðru sem Fjármálaeftirlitið hefur ekki komið í framkvæmd sem ég hef lesið upp, er vegna skorts á starfsfólki eigum við auðvitað að sjá til þess, herra forseti, að fjárhagslega sé þannig búið að þessari stofnun að hún fái það starfsfólk sem til þarf til að sinna eftirliti. Það eru eftirlitsskyldu aðilarnir sem fjármagna starfsemina og auðvitað á að haga eftirlitinu með þannig að Fjármálaeftirlitið geti sinnt hlutverki sínu.

Síðan komum við að því sem nokkuð var rætt í nefndinni og við í minni hlutanum spurðum um:

,,Telur Fjármálaeftirlitið að ákvæðið um skilgreiningu á hvað eru fagfjárfestar nægjanlega skilgreint og hver eru rökin fyrir að miða skilgreininguna við að eiga markaðsverðbréf að verðmæti 100 milljónir króna?``

Við spurðumst nokkuð fyrir um þetta í efh.- og viðskn. Við spurðum m.a. fulltrúa verðbréfafyrirtækjanna að þessu. Svörin voru nákvæmlega þau að þessi tala er nánast tekin upp úr hatti. Af hverju ætti hún ekki að vera 150 millj. eða 75 millj.? Nei, hún er 100 millj. kr. Hún er bara tekin upp úr hatti. Ég held að hún sé ekki fundin neitt öðruvísi. Það er sem sagt nægjanlegt, þó að maður hafi ekkert vit á fjármálum, að hafa í gegnum eitthvað, þó það væri ekki nema í gegnum arf, eignast 100 millj. eða 101 millj., þá getur maður orðið fagfjárfestir samkvæmt skilgreiningu þessara laga.

Við spurðum einnig:

,,Falla einstaklingar undir þessa skilgreiningu?``

Svarið við því, herra forseti, er svohljóðandi:

,,Fjármálaeftirlitið vísar til umfjöllunar í skýrslu nefndar um útboð verðbréfa sem fylgir frv. en Fjármálaeftirlitið telur ekki rétt á þessu stigi að mæla með því að einstaklingar geti talist til fagfjárfesta. Mikilvægt er hins vegar að hafa svigrúm til að móta skilgreiningu á fagfjárfestum í reglugerð.``

Þeir vilja fá svigrúm til að móta skilgreiningu á því í reglugerð, herra forseti, en það fengust engin almennileg svör við því af hverju miðað er við 100 millj. kr. Spurning er hvort það ættu ekki að vera önnur fagleg skilyrði fyrir því að menn geti talist til fagfjárfesta, önnur en að eiga 100 millj. í peningum.

[13:00]

Síðan spurðum við:

,,Er eitthvað í frumvarpinu sem kemur í veg fyrir ,,kennitölusöfnun`` í kringum útboð á hlutafé? Ef ekki, er æskilegt að taka upp ákvæði í lög eða reglur sem takmarka slíkt?``

Svarið við þessari spurningu er stutt:

,,Frumvarpið hefur ekki að geyma ákvæði sem koma í veg fyrir ,,kennitölusöfnun``.``

Í umfjöllun okkar um sölu eigna hjá ríkinu og verðbréfamarkaðinn fengum við heldur betur að kynnast þeirri aðferð við hlutafjárútboð hjá bönkunum og sölu á FBA. Þá var þetta mikið notað. En það er greinilega ekkert tekið á því. Ákvæðið í i-lið 7. gr. tekur ekki á þessu kennitölumáli, en þar segir:.

,,Óheimilt er einstaklingum eða lögaðilum að taka þátt í, stuðla að eða hvetja til viðskipta með verðbréf eða annarra aðgerða í því skyni að gefa ranga mynd af umfangi viðskipta með tiltekin verðbréf eða hafa óeðlileg eða óhæfileg áhrif á verðmyndun í verðbréfaviðskiptum.``

Þetta, herra forseti, hefði maður ætlað að ætti að skoða í tengslum við þetta ákvæði. Þessi grein tekur greinilega ekki á kennitölusöfnun.

Við spurðum líka hvort væri ekki rétt, að mati Fjármálaeftirlitsins, að breyta vissu ákvæði í frv. í þá veru að reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga skyldu sendar eftirlitinu til staðfestingar. Í meðförum nefndarinnar náðist það þó fram að meiri hlutinn tók það upp að reglurnar yrðu staðfestar. Það kemur inn í frumvarpsgreinina og mun örugglega styrkja Fjármálaeftirlitið þegar það þarf að fara að ganga eftir því að verðbréfafyrirtæki setji sér innanbúðarreglur í samræmi við leiðbeiningarreglur sem Fjármálaeftirlitið hefur lagt áherslu á.

Í lokin spyrjum við:

,,Er, að mati Fjármálaeftirlitsins, fjárhags- og eiginfjárstaða og viðskiptahættir allra fjármálafyrirtækja sem eru eftirlitsskyld með þeim hætti að öryggi viðskiptavina sé tryggt?``

Ég tel afar mikilvægt að Fjármálaeftirlitið svari slíkri spurningu. Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við eiginfjárstöðu ýmissa fjármálafyrirtækja. Staða þeirra hefur veikst mjög á umliðnum missirum og Fjármálaeftirlitið hefur kallað eftir því að fá breytingu á því viðmiði sem notað er varðandi eiginfjárstöðuna. Það hefur meira að segja talið að heimildin ætti að vera þannig að eiginfjárstaða fyrirtækja gæti verið mismunandi eftir fjármálafyrirtækjum. Þess vegna er eðlilegt að um þetta atriði sé spurt.

Því svarar Fjármálaeftirlitið svona:

,,Eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja sem falla undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins fullnægir eiginfjárkröfum gildandi laga. Fjármálaeftirlitið hefur ekki ástæðu til að ætla eða upplýsingar sem gefa til kynna að fjárhagsstaða þeirra að öðru leyti sé ótraust. Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við viðskiptahætti einstakra fjármálafyrirtækja sem falla undir eftirlit þess og krafist úrbóta af þeirra hálfu. Hafa athugasemdir Fjármálaeftirlitsins verið teknar til greina af viðkomandi fyrirtækjum.``

Ég hef farið yfir þessi svör Fjármálaeftirlitsins, herra forseti, þar sem ekki gafst langur tími til að fara yfir þau í efh.- og viðskn., á þeim hraða sem þar er á afgreiðslu mála.

Við ræðum örugglega síðar í dag annað mál sem efh.- og viðskn. og formaður hennar hafa beitt sér fyrir að fari ekki bara á venjulegum hraða, ekki auknum hraða, heldur á fleygiferð í gegnum þingið, svo mikið liggur á að leggja niður embætti ríkistollstjóra. Starfsmönnum er tilkynnt um þau áform örfáum dögum áður en embættið er lagt og varla hægt að eyða orði í málið áður en það var tekið út úr nefndinni. Þetta mál hefur út af fyrir sig fengið meiri umfjöllun en þó var ýmislegt sem ekki gafst tími til að fara yfir, eins og það sem ég hef hér gert að umtalsefni.

Herra forseti. Ég fer að ljúka máli mínu þó að ástæða væri til að fara yfir nokkur atriði í viðbót í frv. sem hér á að lögfesta. Við höfum þær skyldur hér, herra forseti, að ganga vel og tryggilega frá leikreglum sem lúta að verðbréfamarkaðnum. Hann er vaxandi þáttur í þjóðfélaginu og er farinn að skipta verulegu máli fyrir allt efnahagsumhverfi og afkomu þeirra sem á þeim markaði vinna, þeirra sem sýsla með hluta- og verðbréf. Þeir eru æðimargir og þar þarf að ganga vel og tryggilega frá öllum hlutum.

Ég sagði í upphafi máls míns að frv. sem við gengum frá á síðasta þingi hafi verið ótækt. Því var vísað aftur til föðurhúsanna. Hér erum við að fjalla um betrumbætt frv. sem þó er ábótavant á ýmsan hátt. Ég hef farið ítarlega yfir það. Með verðbréfamarkaðnum og störfum Fjármálaeftirlitsins honum tengdum verður rækilega fylgst á næstu missirum. Það er nauðsynlegt þar sem þessi löggjöf er að mínu mati ekki til sóma fyrir þingið.