Tollalög

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 18:16:37 (3534)

2000-12-16 18:16:37# 126. lþ. 52.8 fundur 333. mál: #A tollalög# (ríkistollstjóri) frv. 155/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 126. lþ.

[18:16]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Frv. þetta er ekki í samræmi við grundvallarreglur stjórnsýsluréttar, að sama stjórnsýsluvald fari bæði með vald staðbundins stjórnsýsluvalds og eftirlit og boðvald gagnvart hliðsettum stjórnvöldum. Nefndin hafði ekki færi til þess að skoða þetta atriði vegna þess að ólýðræðislegum vinnubrögðum var beitt í nefndinni og segja má að þetta mál hafi ekki fengið þinglega meðferð. Fyrir utan það er ekki virt það sem starfsfólkið óskaði eftir, þ.e. að þessu máli yrði frestað þannig að svigrúm gæfist til þess að skoða það frekar. Að venju sýnir ríkisstjórnin starfsfólkinu fullkomna óvirðingu. Auðvitað á að vísa þessu máli frá sem er í alla staði vanbúið til afgreiðslu hér í þinginu.