Ferill 34. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 34  —  34. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um þátttöku Íslendinga í 6. þingi aðildarríkja rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hver verður tillaga íslensku sendinefndarinnar á 6. þingi aðildarríkja rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (COP6) sem haldið verður í Haag í nóvember? Hefur tillaga að hinu svokallaða „íslenska ákvæði“ breyst frá því að hún var lögð fram á 5. þinginu?
     2.      Hyggjast íslensk stjórnvöld taka boði hollensku ríkisstjórnarinnar, sem boðar til sérstakrar ráðstefnu ungs fólks í tengslum við aðildarríkjaþingið, og senda fólk á aldrinum 12–18 ára til Haag?