Ferill 37. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 37  —  37. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um alþjóðleg viðskiptafélög.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hver er staða samstarfsverkefnis ráðuneytisins og Verslunarráðs Íslands sem miðar að því að skapa svokölluðum alþjóðlegum viðskiptafélögum starfsumhverfi með sérstökum skattaívilnunum?
     2.      Hversu miklu fé hefur verið varið til þessa verkefnis og hvernig hefur því verið ráðstafað?
     3.      Hvernig samrýmist þessi vinna ákvæðum EES-samningsins um samkeppnismál?
     4.      Er þetta verkefni í samræmi við vinnu á vegum OECD sem miðar að því að uppræta sérstakar skattaívilnanir bæði innan OECD og utan?