Ferill 108. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 108  —  108. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði.

Frá Katrínu Fjeldsted.



     1.      Hve mikill virðisaukaskattur var endurgreiddur árlega af vinnu manna við íbúðarhúsnæði á árunum 1990–99? Óskað er eftir að svarið taki mið af breytingum sem gerðar voru á reglum um endurgreiðslu virðisaukaskatts árin 1996 og 1997, þ.e. að 60% eru nú endurgreidd í stað 100% áður.
     2.      Hve margar endurgreiðslubeiðnir bárust á árunum 1990–99?
     3.      Hve háar fjárhæðir fengu einstaklingar lánaðar í húsbréfakerfinu til nýbygginga og endurbóta á árunum 1990–99?


Skriflegt svar óskast.