Ferill 127. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 127  —  127. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um uppbyggingu þjónustu við börn með einhverfu og skyldar raskanir.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Hvernig var gengið frá flutningi málefna barna með einhverfu og skyldar raskanir milli félagsmálaráðuneytis og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis annars vegar og hins vegar milli Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins?
     2.      Hvernig hefur félagsmálaráðuneytið brugðist við því að nú er áætlað að í hverjum árgangi séu 9–10 einhverf börn í stað 1–2 áður?
     3.      Á hvern hátt hefur þessi þáttur verið „efldur verulega“, sbr. svarbréf ráðherra til umboðsmanns barna 6. júní 1997, og við hvað er þar miðað?
     4.      Hver er framtíðarsýn ráðuneytisins í málum einhverfra og hvert er framtíðarhlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í þeim efnum?