Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 166  —  164. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um bifreiða-, ferða- og risnukostnað.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við tilmælum efnahags- og viðskiptanefndar í nefndaráliti um frumvarp til laga um fjárreiður ríkisins á 125. löggjafarþingi (þskj. 1283, 243. mál) þess efnis að ráðherra hlutist til um að unnið verði að samningu reglugerðar þar sem kveðið verði á um að með ríkisreikningi fylgi sundurliðað yfirlit um bifreiða-, ferða- og risnukostnað?
     2.      Hver var bifreiða-, ferða- og risnukostnaður ríkisins árin 1998 og 1999, sundurliðaður eftir ráðuneytum og stofnunum?


Skriflegt svar óskast.