Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 344  —  230. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Árna Johnsen um eftirlitsmenn Fiskistofu.

     1.      Hvað eru eftirlitsmenn Fiskistofu margir, hvar eiga þeir lögheimili og á hvaða aldri eru þeir?
    Veiðieftirlitsmenn Fiskistofu eru 29 talsins. Búsetu þeirra má sjá í töflu 1. Aldursskipting veiðieftirlitsmanna Fiskistofu er eins og sjá má í töflu 2.

Tafla 1.


Sveitarfélag Fjöldi
Reykjavík 8
Kópavogur 6
Hafnarfjörður 4
Akureyri 2
Eyrarbakki 2
Akranes 1
Grindavík 1
Sandgerði 1
Grenivík 1
Ólafsvík 1
Keflavík 1
Garður 1
Samtals 29

Tafla 2.


Aldursbil Fjöldi
21–30 1
31–40 3
41–50 10
51–60 10
61–70 5
Samtals 29

     2.      Hvenær voru eftirlitsmenn ráðnir síðast? Hve margir sóttu þá um, hvar áttu þeir heima og hvað voru þeir gamlir?
    Eftirlitsmenn voru síðast ráðnir í september sl., en umsækjendur voru alls 36. Tafla 3 sýnir búsetu þeirra og tafla 4 aldursbil.

Tafla 3.


Sveitarfélag Fjöldi umsókna
Noregur 1
Reykjavík 8
Garðabær 1
Kópavogur 2
Mosfellsbær 3
Seltjarnarnes 1
Garður 1
Grindavík 2
Keflavík 2
Sandgerði 1
Sveitarfélag Fjöldi umsókna
Akranes 1
Bolungarvík 1
Siglufjörður 1
Hrísey 1
Akureyri 5
Neskaupstaður 1
Eyrarbakki 2
Selfoss 1
Vestmannaeyjar 1
Samtals 36
Tafla 4.
Aldursbil umsækjenda Fjöldi
21–30 1
31–40 8
41–50 10
51–60 15
61–70 2
Samtals 36

     3.      Hverjir voru ráðnir, hvar áttu þeir heima og hvað voru þeir gamlir?
    Tafla 5 sýnir þá umsækjendur sem voru ráðnir í stöður veiðieftirlitsmanna í september sl.:

Tafla 5.


Nafn Sveitarfélag Aldur
Helgi Ingvarsson Eyrarbakki 50
Karl Einar Óskarsson Sandgerði 37
Sigurpáll Sigurbjörnsson Keflavík 42
Þórbergur Torfason Kópavogur 46
Örn S. Hólm Garður 37

     4.      Leggur Fiskistofa kapp á að velja menn sem eiga heima í Reykjavík eða nærri borginni?
    Fiskistofa leggur ekki kapp á að ráða menn sem hafa búsetu í Reykjavík eða nærri höfuðborginni. Hins vegar er rétt að benda á að aðalskrifstofa Fiskistofu er í Reykjavík og þar þurfa veiðieftirlitsmenn í flestum tilfellum að mæta við upphaf og lok eftirlitsferða. Samræmingar- og skipulagsfundir eru haldnir þar reglulega og á þá fundi þurfa flestir eftirlitsmenn að mæta. Benda má á að tveir eftirlitsmenn Fiskistofu hafa starfsstöð á Akureyri og nú er unnið að ráðningu eftirlitsmanns sem mun hafa starfsstöð á Ísafirði.

     5.      Er það stefna Fiskistofu að ráða ekki menn yfir fertugsaldri í störf eftirlitsmanna?
    Eins og fram kemur í töflu 5 hér að framan er það ekki stefna Fiskistofu að ráða ekki menn yfir fertugsaldri í störf eftirlitsmanna. Af þeim fimm sem ráðnir voru í september sl. eru þrír yfir fertugt og tveir 37 ára, en aðeins níu af þeim 36 sem sóttu um voru fertugir eða yngri. Aldurssamsetning eftirlitsmanna Fiskistofu er þannig að á aldursbilinu 21–40 ára eru aðeins fjórir, en 25 eftirlitsmenn eru á aldrinum 41–70 ára, sbr. töflu 2.

     6.      Er það rétt að umsækjendum utan af landi hafi verið sagt að þeir eigi litla von um ráðningu vegna fjarlægðar frá Reykjavík?
    Það er fráleitt rétt að umsækjendum hafi verið sagt að þeir ættu litla von um ráðningu vegna þess að þeir byggju langt frá Reykjavík. Af þeim fimm eftirlitsmönnum sem ráðnir voru í september sl. er einungis einn búsettur á höfuðborgarsvæðinu og af 29 starfandi eftirlitsmönnum Fiskistofu eru 11 búsettir utan höfuðborgarsvæðisins, sbr. töflu 1.