Ferill 336. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 439  —  336. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um íslenska rjúpnastofninn.

Frá Árna Gunnarssyni.



     1.      Hver er áætluð stærð rjúpnastofnsins að vori annars vegar og að hausti hins vegar?
     2.      Hve mikil eru náttúruleg afföll áætluð?
     3.      Hve margar rjúpur hafa verið skotnar á ári samkvæmt veiðiskýrslum sl. tíu ár?
     4.      Hefur veiðiálag breyst?
     5.      Hve margir stunda rjúpnaveiðar á ári hverju samkvæmt veiðiskýrslum?
     6.      Hvaða aðferðir koma til greina til að stækka varpstofn rjúpunnar?


Skriflegt svar óskast.