Ferill 340. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 448  —  340. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um útvarpsgjald.

Frá Pétri H. Blöndal.



       1.      Lítur ráðherra á útvarpsgjald, afnotagjald Ríkisútvarpsins, sem skatt eða þjónustugjald? Flokkist það sem þjónustugjald, hvernig er þá þjónustan sem er keypt skilgreind?
       2.      Hverjir njóta undanþágu frá greiðslu útvarpsgjalds eða fá afslátt af því og á grundvelli hvaða laga?
       3.      Telst undanþága frá greiðslu útvarpsgjalds til skattskyldra hlunninda?


Skriflegt svar óskast.