Ferill 383. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 633  —  383. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um niðurgreiðslu á húshitun með olíu.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Hvar á landinu háttar svo til að íbúar eiga ekki annan kost til húshitunar en olíu?
     2.      Telur ráðherra að lækkun kostnaðar við húshitun með olíu falli undir 1. lið í tillögum um aðgerðir í byggðamálum sem nefnd forsætisráðherra lagði fram í október 1998 þar sem segir að „Húshitunarkostnaður verði lækkaður í jöfnum áföngum, á næstu þremur árum…“ og/eða það sem segir í 12. tölul. í þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999–2001, sem samþykkt var á Alþingi 3. mars 1999, þar sem segir: „Áfram verði unnið að því að lækka kostnað við hitun íbúðarhúsnæðis“?