Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 723  —  370. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur stöðu lögreglumála í Árnessýslu.

     1.      Hversu margir lögreglumenn í Árnessýslu stóðu vaktir 1997, hversu margir þeirra höfðu lokið námi í Lögregluskólanum og hver er staðan núna?
    Við áramót 1996–97 voru 26 stöðugildi við embættið á Selfossi, 20 lögreglumenn stóðu sólarhringsvaktir og þeir höfðu allir próf frá lögregluskólanum. Í desember 2000 eru 27 stöðugildi við embættið á Selfossi, 16 lögreglumenn standa sólarhringsvaktir og sex eru án prófs frá Lögregluskólanum.

     2.      Hver hefur verið fjölgun íbúa á sama svæði á þessum tíma, þ.e. árin 1997– 2000:
                  a.      íbúa með fasta búsetu, heildarfjölgun og skipt niður á ár,
                  b.      íbúa í sumarhúsabyggð, heildarfjölgun og skipt niður á ár?
    Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur íbúafjöldi á þessu tímabili verið eftirfarandi, 1. desember hvert ár:

1997 1998 1999 2000
11.475 11.671 11.979 12.277

    Engar tölur eru til um búsetu í sumarhúsum, en um áramót 1996–97 voru 3.943 sumarbústaðir í Árnessýslu. Í desember 2000 eru samkvæmt skrám fasteignamats 4.539 sumarbústaðir í umdæmi sýslumannsins á Selfossi. Þar að auki eru í sýslunni tvö stór hjólhýsastæði, á Laugarvatni og í Þjórsárdal.

     3.      Hver hefur verið fjölgun skráðra bifreiða í lögregluumdæminu 1997–2000, heildarfjölgun og skipt niður á ár?
    Upplýsinga hefur verið leitað hjá Skráningarstofunni um fjölgun bifreiða í umdæminu. Á yfirliti þaðan má sjá fjölda bifreiða á þessu tímabili og dreifingu þeirra á sveitarfélög í umdæminu, sjá fylgiskjal I. Var heildarfjöldi bifreiða í umdæminu eftirfarandi, 1. desember hvert ár:

1997 1998 1999 2000
6.924 7.221 7.742 8.195

     4.      Hversu mörg afbrot voru framin í umdæminu 1997–2000, skipt eftir árum og brotaflokkum?
    Ráðuneytið hefur leitað upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um heildarmálafjölda í málaskrá lögreglunnar á tímabilinu og hvernig skiptingin er á milli ára og helstu brotaflokka. Á árunum 1997–2000 var heildarmálafjöldinn eins og hér sést:

1997 1998 1999 2000
3.674 3.290 4.152 3.746

    Nánari upplýsingar og sundurliðum á fjölda brota í einstökum brotaflokkum má finna í töflu frá ríkislögreglustjóra um fjölda helstu brota í umdæmi sýslumannsins á Selfossi, sjá fylgiskjal II.

     5.      Hver hefur árleg fjölgun stöðugilda í lögreglunni verið á sama tíma?
    Stöðugildum hjá sýslumanninum á Selfossi hefur fjölgað um einn á þessu tímbili en um síðustu áramót var bætt við stöðu fíkniefnalögreglumanns. Á sama tímabili hefur stöðugildum lögreglumanna á landinu öllu fjölgað úr 610 í 675 og skiptist það niður á ár með eftirfarandi hætti:

1997 1998 1999 2000 2001
610 622 637 666 675

    Nánari upplýsingar um fjölgun stöðugilda innan lögreglunnar eru í fylgiskjali III.
    Þess má geta að fjöldi lögreglumanna miðað við íbúafjölda í Árnessýslu er umdæminu fremur hagstæður samanborið við önnur umdæmi. Á hvern lögreglumann eru um 450 íbúar, en í flestum lögreglumdæmum landsins eru fleiri íbúar á hvern lögreglumann, eða rúmlega 800, t.d. í Kópavogi og Höfn í Hornafirði.

     6.      Hver hefur verið þróun fjárveitinga á þessum árum, skipt niður á ár?

    Fjárveitingar til löggæslu hafa verið eins og sést í eftirfarandi töflu. Með öðrum fjárheimildum er átt við framlag af safnliðum ráðuneytisins, launabætur vegna kjarasamninga eftir samþykkt fjárlaga, fjáraukalög o.fl. Engin önnur framlög hafa enn komið til á þessu ári. Fjárhæðir eru í millj. kr.

1997 1998 1999 2000 2001
Fjárlög
96,8 94,8 103,4 113,3 123,6
Aðrar fjárheimildir
1,0 7,0 12,6 15,5
Samtals
97,8 101,8 116,0 128,8 123,6


Fylgiskjal I.



Skráningarstofan hf.:


Heildarfjöldi bifreiða í umdæmi lögreglunnar á Selfossi.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fylgiskjal II.



Ríkislögreglustjóri:

Helstu brot í umdæmi sýslumannsins á Selfossi.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Fylgiskjal III.



Fjöldi lögreglumanna, heimiluð stöðugildi.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.